Réttur


Réttur - 01.04.1979, Síða 15

Réttur - 01.04.1979, Síða 15
Just Lippe látinn Stundum berast oss lregnir um fráfall gamalla vina og félaga úr heimshreyfingu kommúnista seint og síðar meir. Á pásk- unum í fyrra lést Just Lippe, ótrauður baráttumaður og tryggur vinur, sem ég alltaf heimsótti, ef ég kom til Osló. Just Lippe var fæddur 13. jauúar 1904. Seytján ára gamall, 1921. gekk hann í norska Verkamannaflokkinn, sem þá var í Alþjóðasambandi kommúnista. Við vorum löngum samferða á baráttuleið- inni, því sama ár gekk ég í Alþýðuflokk- inn, hið rauða Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur. Á árunum 1925-29 var hann ritari Sambands ungra kommúnista í Noregi og hlóðust síðan á hann fjöldi trúnaðarstarfa í hreyfingunni, heima og erlendis. Hann var í stjórn Alþjóðasam- bands ungra kommúnista, kennari við Leninskólann í Moskvu um tíma, í mið- stjórn norska kommúnistaílokksins og löngum blaðamaður við „Arbeideren", aðalblað flokksins. Just Lippe Just Lippe var einarður baráttumaður gegn fasismanum og lagði í að komast til Englands um Svíþjóð til þess að ganga í norska herinn. Hann varð að sitja all- lengi í sænsku fangelsi áður en jrað tæk- ist. Og er til Englands kom kynntist hann í norska hernum því steinblinda afturhaldi, sem pá var á vissum háum stöðum, ef kommúnistar áttu í hlut. - Hákon konungur var gersamlega laus við þá galla. - Það er eftirtektarverð sagan, sem Lippe segir1) frá um framkomuna við Nordal Grieg í því sambandi: Sven Nielsen, hægrimaður, er sæti átti í norsku stjórninni í London, krafðist jæss að Nordal Grieg væri bannað að lesa upp kvæði sín í norska Lundúnaútvarp- inu. — Fyrir okkur, sem hlustuðum á 95

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.