Réttur


Réttur - 01.04.1979, Page 18

Réttur - 01.04.1979, Page 18
En þess verða menn aS gæta að þessi stórfenglegi kosningasigur alþýðu var sjálfkrafa viðbrögð, ósjálfráð varnarað- gerð, þess, er réðist er á í offorsi, - og það á vitlausasta tímabili er hugsanlegt var frá sjónarhól auðvaldsins séð, rétt fyrir kosningar, þegar alþýðan gat endur- goldið hnefahöggið án þeirra miklu fórna, er verkfalisaðgerðir krefjast. Þessi merki kosningasigur íslenskrar alþýðu, hvað tölur snertir, var ekki vís- vitandi þaulhugsuð pólitísk aðgerð, nema af þeim hluta hennar, er háð hafði allt að 40 ára varnar- og sóknarstríð við yfir- stéttina, og þeirra, er af því stríði höfðu lært. í því liggur hættan hvað framtíðar- aðgerðir snerti. Nú tók að reyna á hvort ríkisstjórnin, sem loks var mynduð undir forsæti Fram- sóknar, vildi nokkuð gera eða gæti nokk- uð gert til þess að létta af alþýðu og þjóðinni allri því afætufargi, sem sligar alþýðuna og veldur verðbólgunni. Og þá kom brátt í Ijós að Framsóknarforustan vildi sem áður fyrr fyrst og fremst ræða launamálin ein - án umræðu eða afstöðu til afætubákns braskarana - og nú hef- ur fyrsta þing þessarar stjórnar lokið störfum sínum og níu mánuðir af lífstíma stjórnarinnar eru liðnir. Alla þessa mánuði hafa hinar „heil- ögu kýr“ samábyrgðarspillingarinnar úr verstu klíkum „þjóðstjórnar“-flokkanna gömlu verið látnar ósnortnar af réttlát- um refsidómi reiðrar alþýðu, uppkveðn- um í kosningunum 1978, ósnortnar af ríkisstjórninni í heild: heildsalarnir þús- und, hermangsgróðaklíkan, tugir trygg- ingarfélaga, olíufélögin þrjú, svo ekki sé talað um óreiðuna í atvinnurekstrin- um, - allt afætubáknið lifir góðu lífi með verðbólguna að gróðalind og eykur dýr- tíðina eftir mætti. Óttinn, sem heltók íhaldið fyrst, renn- ur af því. Vinnuveitendasamband þess færist í aukana og fær kjark til skemmd- arverka: jafnvel til verkbanns í fyrsta skipti í sögunni. Og fleiri hjálpa nú til að auka á öngþveitið, sumir vitandi vits og fá góðar undirtektir íhaldsins, aðrir án þess að gera sér Ijóst hverskonar verk er verið að vinna. Enn einu sinni þarfnast þessi fyrir- brigði ýtariegrar rannsóknar. Það þarf vissulega að kryfja íslenska óreiðuskipu- lagið, - sem ríkið að mestu fjármagnar og alþýðan heldur uppi með þrældómi sínum, - enn einu sinni til mergjar. Og það þýðir ennfremur að alþýðan öll, hver stritandi maður og kona þessa lands, verða að gefa sér tíma til þess að þrauthugsa þessi mál, láta ekki mold- viðri íhaldsblaðanna villa sér sýn og telja sér trú um að verðbólgan sé alþýðunnar sök, hún sé of heimtufrek og því verði hún fyrst og fremst að fórna. Alþýðan verður endanlega að sjá og skilja hver- konar svikamyllu yfirstéttin hefur skap- að sér til að velta alltaf yfir á alþýðu öll- um þeim byrðum, sem yfirstéttin sjálf ætti að bera. 98

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.