Réttur


Réttur - 01.04.1979, Page 22

Réttur - 01.04.1979, Page 22
Hér heima hrópa hinsvegar atvinnurek- endur og braskaralýðurinn - í hvert sinn er verkaiýðurinn hækkar kaup, sem er helmingi lægra en í Skandinavíu - á rík- ið: að það verði að hækka verðlagið, hækka álagninguna, ábyrgjast útgerð sína o. s. frv. - og láta svo blöð sín böl- sótast út af öllum ríkisafskiptum um leið! Islenska yfirstéttin gerir með verð- bólguaðferð sinni þjóðfélagið að útung- unarbæli fyrir braskara. — Hvaða 250 þúsund manna bær eða borgarbluti er- lendis myndi balda uppi 1000 beildsöl- um, tugum tryggingafélaga, þrem olíu- félögum auk alls þess þunga, sem illa rek- inn atvinnurekstur, of margir bankar og önnur yfirbygging væri slíku bæjarfélagi? Braskbákn yfirstéttanna er að sliga íslenska þjóðfélagið - og er orðin ópol- andi byrði þeirri alþýðu er undir því stendur með þrotlausri vinnu sinni. bað er þetta braskbákn, sem verður að skera niður, það er óreiða þess í efna- hagslífinu, sem verður að uppræta, það er gróðalind braskaranna, verðbólgan, sem verður að stöðva án þess að grípa til atvinnuleysis. I stjórnarsáttmálanum stendur m.a.: „Rikisstjórnin mun vinna að félags- legum umbótum. Hun mun leitast við að jafna lífskjör, auka félagslegt rétt- lœti og upþrceta spillingu, misrétti og forréttindi.“ „Unnið verði að gerð þjóðhags- og framkvæmdacuetlunar, sem marki m.a. stefnu í atvinnuþróun, fjárfestingu, tekjuskiptingu og kjaramálum.“ „Mörkuð verði gerbreytt fjárfest- ingarstefna. Með samrœmdum aðgerð- um verði fjárfestingu beint í tcekni- búnað, endurskipulagningu og hag- rœðingu í þjóðfélagslega arðbœrum at- vinnurekstri. Fjárfesting í landinu verði sett undir stjórn, sem marki heildarstefnu i fjárfestingu og setji samrœmdar lánareglur fyrir fjárfest- ingarsjóðma i samráði við rikisstjórn- ina.“ , „Leitað verði nýrra leiða til að lcekka verðlag í landinu. Sérstaklega verði stranglega hamlað gegn verðhcekkun- um í oj)inberri þjónustu og slíkum aðilum gerl að endurskoða rekstur sinn með tilliti til þess.“ „Skipulag og rekstur innflutnings- verslunarinnar verði tekið til rœkilegr- ar rannsóknar. Stefnl verði að sem hag- kvœmustum innflutningi á mikilvœg- um vörutegundum, m. a. með útboð- um.“ Það vantaði ekki frekar en vant var lof- orðin um skynsamlega stjórn á efnahags- lífinu bjá Framsókn, meðan hún var að komast í stjórn, — en svo kom að spurn- ingunni um efndirnar. 102

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.