Réttur


Réttur - 01.04.1979, Page 23

Réttur - 01.04.1979, Page 23
II. Hvað verður ofan á í ríkisstjórninni? Á „loðna loppan“ og afturgöngur „viSreisnaráranna að fá að ráða? - eða tekst að fá ríkisstjórnina til þess að leggja til atlögu við verðbólguvaldann: afætubákn heild- sala og braskara og skipuleggja allt íslenskt atvinnulíf af viti og réttlæti? „Síðasta þingi heilsaði verkalýðnum með vonum. Komandi þing verður lieilsað með spumingum." Svo var sagt um fyrsta þing fyrstu Framsóknarstjórn- arinnar á Islandi.4) Og svo er enn. Sósíalistar hafa knúið fram nokkur um- bótamál. Eftirlit með gjaldeyrisbraski verður hert. Rannsóknarnefnd hefur verið sett í olíumálin. (Sjá nánar um fleiri mál í innl. víðsjá.) En hin stóra atlaga að undirrót verð- bólgunnar: valdi atvinnurekenda til að velta hverri kauphækkun af sér út í verð- lagið og vaða svo áfram í sama sukkinu og fyr - hún hefur ekki verið hafin. Lof- orðin um „að u]tpræta spillinguna, mis- rétti og forréttindi" hafa ekki verið efnd. Heildsalarnir þúsund, olíubáknin þrjú, Lryggingafélógiu tugum saman, óreiðan í atvinnurekstrinum - allt er yfirstéttar- báknið ósnert. Það bólar ekki á viðleitni til að skipuleggja allt atvinnulífið, þurrka burtu „kommissara“-kraðakið og leggja grundvöll að vitrænum áætlunarbúskap lyrir allt íslenska þjóðarbúið, jrar sem heildaryfirsýn ráði, en ekki þröngsýn hreppapólitík. Alþýða íslands - og alveg sérstaklega verkalýðshreyfingin öll - verður að átta sig á því að stéttabaráttan er líka háð inn- an ríkisstjórnarinnar, þegar um vinstri stjórn er að ræða, - og að þar er við ramman reip að draga. Verkalýðshreyfingin verður að vera minnug fyrri viðureigna sinna undir slík- um skilyrðum. Alþýðan hefur áður feng- ið að kenna á því að vilhjálmar peninga- og spillinga-valdsins í Framsókn hafa sett framsæknari öflum þar og annarsstaðar stólinn fyrir dyrnar, jafnvel svínbeygt forustuna þar í krafti peningavalds síns. íslensk verkalýðshreyfing man að Framsókn var látin slíta stjórnarsamstarfi óbeinu við Aljjýðuflokkinn út af kaup- gjaldsmálum 1931, var látin reka Alþýðu- flokkinn úr ríkisstjórn 1938 með gerðar- dómi gegn sjómönnum, að Framsókn sprengdi möguleika vinstri stjórnar 1942 með kröfu um kauplækkun - og sprengdi síðan sjálfa sig út úr þátttöku í nýsköp- unarstjórninni haustið 1944 með kröfu um kauplækkun. Framsókn eyðilagði afreksríka vinstri stjórn í desember 1958 með kröfu um kauplækkun og fór svipað að 1974. Sporin hræða því, þegar um stjómar- samstarf við Framsókn er að ræða. Og Jdó veit verkalýður íslands að Jrað eru ekki sannir samvinnumenn og vinnandi bænd- ur og sveitaalþýða, sem Jjessum ósköpum veldur. 103

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.