Réttur


Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 25

Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 25
Þingmönnum Alþýðnflokksins flestum mun finnast að fylgi það hið mikla, er Hykktist til þeirra óvænt, muni vera fok- sandi líkt, er kunni að dreifast í allar átt- ir, er á sé tekist um þróun þess. En eitt mega þeir muna: allt þetta mikla fylgi, hið mesta, er Alþýðuflokkurinn hefur nokkru sinni fengið, er alþýða, sem mót- mœlir kaupráni valdastéttar og krefst rétt- lætis, heimtar sinn rétta hlut í ríkidæmi vors þjóðfélags, þegar allt afætubákn yfir- stéttar og óhóf hennar er afnumið. Hið nýja líf, sem Alþýðuflokknum var gefið af gjafmildum vinnandi stéttum þessa lands, verður hann að nota af viti og réttlæti í þágu þeirra. Ella vofir tor- tíming yfir á ný, - og máske ekki bara flokksins, verkalýðssamtökin sjálf yrðu og í hættu, ef illa færi, - og hvorki auðn- aðist að skapa sterka, heiðarlega sam- vinnu milli alþýðuflokkanna né móta stórhuga, réttláta alþýðupólitík, sem jreir, ef þörf krefði, gætu sameiginlega skír- skotað til þjóðarinnar með. Vandi sá, er á herðum hinna ungu þingmanna og forustu Aljrýðuflokksins hvílir, er að gera upp reikningana við eigin fortíð, átta sig á hvað hafði leitt flokkinn fram á glötunarbarminn. Og það var fyrst áratuga undirgefni undir Framsókn, sem tvisvar hafði leitt til upp- reisnar í flokknum (stofnun K.F.f. 1930, stofnun Sósíalistafíokksins 1938) og 1956 var flokkurinn kominn á fremsta hlunn með að gefa upp sjálfstæða tilveru sína og sameinast Framsókn (Hræðslubanda- lagið). Og næst tók svo við undirgefni undir íhaldið - „viðreisnar“-tímabilið, þegar flokkurinn sleit svo gersamlega samband sitt við hina stríðandi verka- lýðshreyfingu landsins að hún varð að heita má árlega að heyja verkfallsstríð við stjórnvöld landsins, eitt sinn jafnvel jDrisvar á sama ári og setja heimsmet í verkföllum. Afleiðingin var að flokkur- inn glataði svo trausti hinna vinnandi stétta að loks var fylgi hans orðið 9% og þingmenn 5. Til Jress eru vítin að varast Jrau. Því reynir nú á, Jregar verkalýðurinn í uppreisn sinni gegn kaupráni íhalds og Framsóknar veitir honum traust sitt í svo ríkum mæli sem dæmin sanna (22% og 14 þm.), að hann reynist ]:>ess trausts verður, glati Jdví ekki á ný. Og það getur hann aðeins gert með Jdví að gefa endan- lega upp á bátinn allar tálvonir um forna undirgefni við borgaraflokkana og taka upp náið og heiðarlegt samstarf við Al- þýðubandalagið og hin stríðandi stétta- samtök launafólksins í landinu, en leggja til alvarlegrar atlögu við afturhaldsöflin og vald og arðrán braskaranna. Sú reisn, er einkenndi samjDykktir Al- þýðuflokksþingsins 19345), er liann hafði unnið stærsta sigur sinn fram að 1978, mætti verða hinum endurskapaða flokki til fyrirmyndar í Jrví efni. (Þá var við skuldugt en voldugt ,,auðvald“ að eiga, en nú forríka braskarastétt, sem steypt hefur þjóðinni þegar í óbotnandi skuld- ir - og tortímir efnahagslegu sjálfstæði hennar, ef hún fær að ráða áfram.) 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.