Réttur - 01.04.1979, Qupperneq 25
Þingmönnum Alþýðnflokksins flestum
mun finnast að fylgi það hið mikla, er
Hykktist til þeirra óvænt, muni vera fok-
sandi líkt, er kunni að dreifast í allar átt-
ir, er á sé tekist um þróun þess. En eitt
mega þeir muna: allt þetta mikla fylgi,
hið mesta, er Alþýðuflokkurinn hefur
nokkru sinni fengið, er alþýða, sem mót-
mœlir kaupráni valdastéttar og krefst rétt-
lætis, heimtar sinn rétta hlut í ríkidæmi
vors þjóðfélags, þegar allt afætubákn yfir-
stéttar og óhóf hennar er afnumið.
Hið nýja líf, sem Alþýðuflokknum var
gefið af gjafmildum vinnandi stéttum
þessa lands, verður hann að nota af viti
og réttlæti í þágu þeirra. Ella vofir tor-
tíming yfir á ný, - og máske ekki bara
flokksins, verkalýðssamtökin sjálf yrðu
og í hættu, ef illa færi, - og hvorki auðn-
aðist að skapa sterka, heiðarlega sam-
vinnu milli alþýðuflokkanna né móta
stórhuga, réttláta alþýðupólitík, sem jreir,
ef þörf krefði, gætu sameiginlega skír-
skotað til þjóðarinnar með.
Vandi sá, er á herðum hinna ungu
þingmanna og forustu Aljrýðuflokksins
hvílir, er að gera upp reikningana við
eigin fortíð, átta sig á hvað hafði leitt
flokkinn fram á glötunarbarminn. Og
það var fyrst áratuga undirgefni undir
Framsókn, sem tvisvar hafði leitt til upp-
reisnar í flokknum (stofnun K.F.f. 1930,
stofnun Sósíalistafíokksins 1938) og 1956
var flokkurinn kominn á fremsta hlunn
með að gefa upp sjálfstæða tilveru sína
og sameinast Framsókn (Hræðslubanda-
lagið). Og næst tók svo við undirgefni
undir íhaldið - „viðreisnar“-tímabilið,
þegar flokkurinn sleit svo gersamlega
samband sitt við hina stríðandi verka-
lýðshreyfingu landsins að hún varð að
heita má árlega að heyja verkfallsstríð
við stjórnvöld landsins, eitt sinn jafnvel
jDrisvar á sama ári og setja heimsmet í
verkföllum. Afleiðingin var að flokkur-
inn glataði svo trausti hinna vinnandi
stétta að loks var fylgi hans orðið 9%
og þingmenn 5.
Til Jress eru vítin að varast Jrau.
Því reynir nú á, Jregar verkalýðurinn
í uppreisn sinni gegn kaupráni íhalds og
Framsóknar veitir honum traust sitt í svo
ríkum mæli sem dæmin sanna (22% og
14 þm.), að hann reynist ]:>ess trausts
verður, glati Jdví ekki á ný. Og það getur
hann aðeins gert með Jdví að gefa endan-
lega upp á bátinn allar tálvonir um forna
undirgefni við borgaraflokkana og taka
upp náið og heiðarlegt samstarf við Al-
þýðubandalagið og hin stríðandi stétta-
samtök launafólksins í landinu, en leggja
til alvarlegrar atlögu við afturhaldsöflin
og vald og arðrán braskaranna.
Sú reisn, er einkenndi samjDykktir Al-
þýðuflokksþingsins 19345), er liann hafði
unnið stærsta sigur sinn fram að 1978,
mætti verða hinum endurskapaða flokki
til fyrirmyndar í Jrví efni. (Þá var við
skuldugt en voldugt ,,auðvald“ að eiga,
en nú forríka braskarastétt, sem steypt
hefur þjóðinni þegar í óbotnandi skuld-
ir - og tortímir efnahagslegu sjálfstæði
hennar, ef hún fær að ráða áfram.)
105