Réttur


Réttur - 01.04.1979, Side 34

Réttur - 01.04.1979, Side 34
Ung kona i þýska alþýðulýðveldinu. fleira er öðruvísi en við höfum hugsað?“ spyr páfi. „Guð er kona,“ svaraði geim- farinn. „Við látum þetta ekki fara lengra,“ kvað páfi. En Bebel ræðir ekki aðeins alla for- tíðina og söguþróunina í þessari merki- legu bók. Hann reynir og að lýsa nokk- uð framtíðarþjóðfélagi sósíalismans og segir þar m.a. þessi orð, sem eiga erindi til okkar nú, er við hugsum um hvernig móta skuli hið sósíalistíska mannfélag framtíðarinnar: „Þeirri hugmynd að skoðanadeilur verði bældar niður í mannfélagi sósíal- ismans, geta þeir einir haldið fram, sem álíta borgaralega jrjóðfélagið fullkomn- asta stig mannfélagsins og reyna því vegna fjandskapar við sósíalismann að rægja hann og gera lítið úr honum. Mannfélag, sem reist er á fullkomnum jöfnuði og lýðréttindum, þekkir ei né jrolir neina kúgun. Aðeins hið fullkomn- asta skoðanafrelsi gerir stöðugar fram- farir mögulegar, en jrær eru lífsskilyrði mannfélagsins." Og hann bætir við síð- an, er hann hefur tætt sundur blekking- ar yfirstéttanna í þessum efnum: „Raun- verulegt skoðanafrelsi er í Jreirra augum jrað liættulegasta af öllu illu.“3) Bók Bebels - jrótt aldargömul sé - hef- ur því sósíalistum beggja kynja og alþýðu allri margan boðskap og fræðslu að færa. SKÝRINGAR: 1. i „Rétti" 1975, bls. 26-28. 2. „Stiidies in Ancient Greek Society, tlie Prehistoric Ægean" Lawrence & Wishart, London. 1949 kom 1. útgáfan. •'i. Þessar tilvitiianir eru í útgáfuna þýsku 1922. (Þá voru prentuð eintök merkt 176-180 þúsund.) Utgáfufélagið „Zeit im Bild“ í Dresden, Þýska alþýðulýðveldinu, hefur gefið út bók á ensku til að minnast 100 ára afmælis „Konunnar og sósíalismans" og heitir hún „Konur í DDR." Nokkrar myndir úr þeirri bók eru notaðar hér. -------------------------- Greiðið áskrift með útsendum gíróseðlum sem fyrst RÉTTUR V______________________________y 114

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.