Réttur


Réttur - 01.04.1979, Side 35

Réttur - 01.04.1979, Side 35
„SALT 11“ undirritaður En hindra hœttulegustu morðvargar heims - herdrotnar Bandarikjanna - samþykkt samn- ingsins? Samningurinn um að draga úr kapphlaupi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um smíði hættulegustu gereyðingarvopnanna, var undirritaður í Vínarborg í júní af þeim Bres- hnef og Carter. Vitað er að sá samningur verður samþykktur af æðsta ráði Sov étríkjanna. í því er enginn einstaklingur, sem græðir á vopnaframleiðslu. Það veit hvert mannsbarn í því mikla landi að vopnaframleiðslan dregur úr lífsgæðum hvers einstaklings, en er því miður óhjákvæmileg til varnar, því Bandaríkin hafa þegar vopn til að drepa hvert mannsbarn á jörðunni tíu sinnum - ef einhver skyldi ganga aftur. En það er þegar vitað að meirihluti öldungadeildar Bandaríkjanna er á móti samþykkt samningsins. Það þarf hins- vegar % meirihluta tii að eyðileggja hann, ef Carter lætur hart mæta hörðu. Og hverjir eru það, sem standa á bak við þessa öldungaráðsþingmenn, sem vilja fá vitfyrringu vígbúnaðarins í brjálað kapphlaup á ný? Hverjir eru það, sem láta kjósa þessa þingmenn, - múta þeim, - eiga þá? I'að eru voldugustu auðhringir Banda- ríkjanna. Þeir græða meir á vopnafram- leiðslu en nokkru öðru - og þar er ör- uggur ótæmandi markaður, sem gefui sívaxandi gróða: það er ríkið sjálft, sem kaupir og borgar. Þessvegna vilja jieir stóraukna vopnaframleiðslu. Það var sjálfur Eisenhower, hershöfð- ingi og forsetinn, sem í skilnaðai'ræðu sinni varaði Bandaríkjaþjóð við þessum glæframönnum: hernaðar- og stóriðju- klíkunni (the military - industrial com- plex.) (M. a. s. hann sá glötunina, er blasti við ef þessi auðhringaklíka, þessir „stórkaupmenn dauðans“ fengju sitt fram. 115

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.