Réttur


Réttur - 01.04.1979, Qupperneq 37

Réttur - 01.04.1979, Qupperneq 37
Guðmundur Guðmundsson og Guðmundur Jóhann Arason: Auðhringurinn Alusuisse INNGANGUR. [Tveir ungir háskólamenn hafa tekið hér saman merka grein um umsvif auðhrings- ins Alusuisse út um heim og er íslendingum mikil þörf á að kynna sér þau. „Réttur“ á máske von á grein frá þeim um umsvif hringsins hér heima. — Guðmundur Guð- mundsson nemur matvælafræði við Háskóla íslands, en Guðmundur Jóhann Arason er líffræðingur: Tilgangurinn með ritgerð þessari er að gefa yfirlit yfir fjölþjóðafyrirtækið Alusuisse, og benda á pólitískar afleiðingar af starfsemi þess. Greint verður frá sögu og þró- un fyrirtækisins, skipulagi, núverandi umsvifum og starfsháttum. Dótturfyrirtæki Alu- suisse, ÍSAL, sem rekur álverið í Straumsvík, er sjöunda stærsta fyrirtæki hérlendis (miðað við starfsmannafjölda)1, og þrátt fyrir að starfsemi þess hafi ætíð verið mjög umdeild er ekkert slíkt yfirlit til. Athuganir á byggingu álvers hérlendis hófust upp úr 1960. 1966 var samþykktur á Al- þingi samningur við Alusuisse um stofnun dótturfyrirtækis hérlendis, sem byggði og starfrækti hér álbræðslu (tafla 1). Dótturíyrirtækið, ísal, sem tók til starfa 1969 keypti árið 1974 52,5% af seldri raforku almenningsrafstöðva á íslandi, en borgaði 10,3% heildarsöluverðsins. Afstaða íslenskra ráðamanna til Alusuisse kempur vel fram í Morgunblaðinu 24. 2. 1966. Þar segir þáverandi iðnaðarráðherra Jóhann Hafstein: „En við mig er sagt áróð- urslaust og í einlægni af fyrirsvarsmönnum hins svissneska fyrirtækis, sem rætt er um, að reisi hér álbræðslu, að sennilega yrði þetta þá síðasta álbræðsla þessa fyrir- tækis, sem nota myndi raforku frá vatnsaflsvirkjun." í framhaldi af þessu má geta þess að í ársskýrslu Alusuisse fyrir 1974 segir frá byggingu nýs vatnsorkuvers í Löts- chen í Sviss sem hefji rafmagnsframleiðslu 1975. Þetta orkuver er algjörlega í eigu Alusuisse. Þar sem að hér er ætlunin að kynna lesendum starfsemi Alusuisse erlendis, verður ekki farið nánar út í umsvif fyrirtækisins á íslandi. Það verður etv. gert síðar. 117

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.