Réttur


Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 40

Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 40
1942 var herliði beitt í þágu AIAG vegna verkfalla í verksmiðjum fyrirtækisins í Chippis í Valais.4 ÞcStt AIAG starfi einnig utan Sviss á tímabilinu fram til 1945, þá er það aðal- lega til að tryggja aðgang að hráefnum og mörkuðum. í lok tímabilsins á það báxítnámur í S-Frakklandi og A-Evrópu, en einnig súrálverksmiðjur, orkuver, álver og úrvinnslufyrirtæki í nokkrum löndum Evrópu (fyrst og fremst Sviss og Þýzkalandi, en einnig Austurríki og Ítalíu). Árið 1945 verða þáttaskil í sögu fyrir- tækisins. Viðleitni fylkisstjórnar Valais til að draga úr veldi AIAG og Lonza í héraðinu hafði borið nokkurn árangur, og það ásamt ýmsum skakkaföllum sem AIÁG varð fyrir í A-Evrópu, Þýzkalandi og Ítalíu í stríðslok, urðu þess valdandi að fyrirtækið fór nú að færa út kvíarnar í stórum stíl á alþjóðlegum vettvangi. 1964 átti Alusuisse (nafnbreyting 1962) dótturfyrirtæki í 14 löndum, en 90% veltunnar myndnðnst enn í Evrópu.5 Vægi þessu var breytt með fjárfestingum í S-Afríku (Alusaf), USA (Conalco) og Ástralíu (Austrasrviss) og víðar, og 1974 mynduðust aðeins 46% veltunnar í Evr- ópu.5 Skipulag og umsvif „Áliðnaðurinn hefur samt sína galla. Honum hættir til að sveiflast með eigin hætti, og ekki ávallt í takt við sveiflur hins almenna efnahagskerfis.“° Árið 1970 ákvað stjórn Alusuisse að treysta fyrirtækið með því að þróa sam- hliða álvinnslunni ýmsa aðra starfsemi. Það lá beinast við að nota sem mest þá þekkingu sem Alusuisse hafði þegar til- einkað sér í tengslum við áliðnað og orkuvinnslu, svo sem í efnaiðnaði, námu- greftri, og hönnun og byggingu mann- virkja (t.d. orkuvera) og tækjabúnaðar. í samræmi við stefnubreytingu jressa var fyrirtækinu skipt árið 1970 í 6 deildir eftir starfsemi0: 1. Álframleiðsla (Aluminium) 2. Námurekstur (Bergbau) 3. Efnaiðnaður (Chemie) 4. Verkfræðiþjónusta (Dienstleistungen) 5. Orkuframleiðsla (Energie) 6. Rannsóknir (Forschung) 1. Álframleiðsla ,,Á okkar hefðbundna sviði (þ.e. ál- iðnaði, innskot) .... stefnum við að því að byggja upp órofa framleiðslukeðju frá hráefnum til fullunninnar vöru.“° Alusuisse er sjötti stærsti framleiðandi áls í heiminum og annar stærsti fram- leiðandi álþynna, og á Alusuisse fjölda ál- og súrálverksmiðja (tafla l)7. Álfrarn- leiðsla er sem fyrr stærsti þáttur fram- leiðslunnar. 1969 var hún 95% af veltu fyrirtækisins, 75% árið 1974, og stefnt að ])ví að hún verði 50%.8 Á1 er léttmálmur (eðlisjryngd 2,7 g/cm8), sem þolir vel veðrun og er mjög góður rafmagns- og hitaleiðari. Það er ýmist notað hreint, eða blandað öðrum efnum í málmblöndum (Al-Mn, Al-Mg, Al-Si, Al-MgSi). Notkun áls er mjög fjöl- breytileg. Það er notað í samgöngutæki (bíla, lestir, skip, flugvélar), kapla ogvíra, dósir, gáma, vélar af ýmsum gerðum, og 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.