Réttur - 01.04.1979, Qupperneq 40
1942 var herliði beitt í þágu AIAG vegna
verkfalla í verksmiðjum fyrirtækisins í
Chippis í Valais.4
ÞcStt AIAG starfi einnig utan Sviss á
tímabilinu fram til 1945, þá er það aðal-
lega til að tryggja aðgang að hráefnum
og mörkuðum. í lok tímabilsins á það
báxítnámur í S-Frakklandi og A-Evrópu,
en einnig súrálverksmiðjur, orkuver,
álver og úrvinnslufyrirtæki í nokkrum
löndum Evrópu (fyrst og fremst Sviss og
Þýzkalandi, en einnig Austurríki og
Ítalíu).
Árið 1945 verða þáttaskil í sögu fyrir-
tækisins. Viðleitni fylkisstjórnar Valais
til að draga úr veldi AIAG og Lonza í
héraðinu hafði borið nokkurn árangur,
og það ásamt ýmsum skakkaföllum sem
AIÁG varð fyrir í A-Evrópu, Þýzkalandi
og Ítalíu í stríðslok, urðu þess valdandi
að fyrirtækið fór nú að færa út kvíarnar
í stórum stíl á alþjóðlegum vettvangi.
1964 átti Alusuisse (nafnbreyting 1962)
dótturfyrirtæki í 14 löndum, en 90%
veltunnar myndnðnst enn í Evrópu.5
Vægi þessu var breytt með fjárfestingum
í S-Afríku (Alusaf), USA (Conalco) og
Ástralíu (Austrasrviss) og víðar, og 1974
mynduðust aðeins 46% veltunnar í Evr-
ópu.5
Skipulag og umsvif
„Áliðnaðurinn hefur samt sína galla.
Honum hættir til að sveiflast með eigin
hætti, og ekki ávallt í takt við sveiflur
hins almenna efnahagskerfis.“°
Árið 1970 ákvað stjórn Alusuisse að
treysta fyrirtækið með því að þróa sam-
hliða álvinnslunni ýmsa aðra starfsemi.
Það lá beinast við að nota sem mest þá
þekkingu sem Alusuisse hafði þegar til-
einkað sér í tengslum við áliðnað og
orkuvinnslu, svo sem í efnaiðnaði, námu-
greftri, og hönnun og byggingu mann-
virkja (t.d. orkuvera) og tækjabúnaðar.
í samræmi við stefnubreytingu jressa var
fyrirtækinu skipt árið 1970 í 6 deildir
eftir starfsemi0:
1. Álframleiðsla (Aluminium)
2. Námurekstur (Bergbau)
3. Efnaiðnaður (Chemie)
4. Verkfræðiþjónusta (Dienstleistungen)
5. Orkuframleiðsla (Energie)
6. Rannsóknir (Forschung)
1. Álframleiðsla
,,Á okkar hefðbundna sviði (þ.e. ál-
iðnaði, innskot) .... stefnum við að því
að byggja upp órofa framleiðslukeðju
frá hráefnum til fullunninnar vöru.“°
Alusuisse er sjötti stærsti framleiðandi
áls í heiminum og annar stærsti fram-
leiðandi álþynna, og á Alusuisse fjölda
ál- og súrálverksmiðja (tafla l)7. Álfrarn-
leiðsla er sem fyrr stærsti þáttur fram-
leiðslunnar. 1969 var hún 95% af veltu
fyrirtækisins, 75% árið 1974, og stefnt að
])ví að hún verði 50%.8
Á1 er léttmálmur (eðlisjryngd 2,7
g/cm8), sem þolir vel veðrun og er mjög
góður rafmagns- og hitaleiðari. Það er
ýmist notað hreint, eða blandað öðrum
efnum í málmblöndum (Al-Mn, Al-Mg,
Al-Si, Al-MgSi). Notkun áls er mjög fjöl-
breytileg. Það er notað í samgöngutæki
(bíla, lestir, skip, flugvélar), kapla ogvíra,
dósir, gáma, vélar af ýmsum gerðum, og
120