Réttur


Réttur - 01.04.1979, Page 51

Réttur - 01.04.1979, Page 51
„Flóttinn“ frá Víetnam Fréttastofa auðvaldsins básúnar nú „flóttann frá Víetnam" út um allan lieim - og auðvitað bergmálar „amer- íska“ fréttastofa ríkisútvarpsins í Reykja- vík það sama skýringarlaust. Af liverja flýja menn frá Víetnam? í fyrsta lagi af því blóðhundastjórnin í Washington lét í 7 ár eins mikln sprengjumagni rigna yfir þetta litla land eins og hent var yfir Evrópn og Afríku í síðustu heimsstyrjöld. Þess utan köst- uðu Bandaríkjamenn ægilegu eitur- rnagni yfir akra og skóga landsins til þess að gera stóra hluta landsins óbyggilega í heilan mannsaldur. Það er níðingsskap- ur Bandaríkjastjórnar, sem veldur því að itiargir verða nú að flýja, sem ella kysu að vera kyrrir. - Kerling sú, sem nú er forsætisráðherra Breta fjargviðrast nú út í Víetnama út af flótta þessum. En hún hélt kjafti, meðan manndrápssprengjum rigndi yfir land þeirra. Þá voru vinir hennar og bandamenn að verki. Hún má segja sem gömul kerling ein íslensk: „Þagað gat ég þó með sann, þegar hún Skálholtskirkja brann.“ I öðru lagi flytja nú frá Víetnam fjöldi ‘Uiðugra stríðsgróðamanna og annar lýð- ur, er jrreifst vel og græddi á hernámi og hryðjuverkum Kananna í Víetnam. ^fargt kaupmanna í jressum löndum eru uf kínversku bergi brotnir. Þetta fólk kaupir skipráðendur til að flytja sig - og þeir skipráðendur eru oft svindlarar hinir mestu, reyna að feta í fótspor bandarískra braskara. Er því ei von að vel fari. Ef réttlæti ríkti ætti að skylda Banda- ríkin til að taka við öllum flóttamönnum frá Víetnam og Pentagon og CIA til að kosta uppihald jreirra. Það mætti þá drag- ast frá hernaðarútgjöldunum. - Það er ekki sanngjarnt að víetnömsk börn verði að blæða fyrir glæpi Bandaríkjaauðvalds- ins. Nógu mörg víetnömsk börn hafa orð- ið að deyja vegna blóðhundanna frá My Lai etc. Börnin í Bandaríkjunum Mondale, varaforseti Bandaríkjanna, varð eitt sinn að viðurkenna eftirfarandi: „Það er ekkert auðveldar í amerísku þjóðlífi en að láta sér sjást yfir vandamál barnanna. Þau gera ekki verkfall. Þau bara eru þama.“ í þessu ríkasta landi heims eru 800.000 börn á aldrinum 8-15 ára neydd til jress að vinna marga klukkutíma á dag fyrir smánarlaun. — í landinu eru allt að 23 miljónum manna, sem ekki kunna að lesa eða skrifa. Oslo-Moskva 22.-26. maí var sendinefnd norska Verkamannaflokksins í boði Kommún- istaflokks Sovétríkjanna. Norðmennirnir 131

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.