Réttur


Réttur - 01.04.1979, Side 53

Réttur - 01.04.1979, Side 53
í sendinefndinni vorn: Reiulf Steen, for- maður flokksins, Gro Harlem Brundt- land, varaformaður, Gutorm Hansen, forseti Stórþingsins, Jon Halvorsen for- seti Alþýðusambandsins, og fleiri. Þann 25. maí hitti nefndin sérstaklega þá Suslov, Ponomarjqv og Schaposchnikow, — alla aðalmenn alþjóðanefndar flokksins, svo og A. Schibajew, forseta Alþýðusam- bandsins og ræddi ýtarlega við þá. Tölur til umhugsunar á barnaári Það fæðast 80 miljónir barna á jörð- inni á hverju ári. - Hvemig er heimur- inn, sem þau fæðast í? 600 miljónir barna, eða um 40% allra barna í heiminum, búa við eymd. 200 miljónir barna svelta. 80.000 börn deyja daglega úr hungri. Þeir, sem urðu að blæða fyrir árásir Bandaríkjanna á Víetnam, voru 60% börn. Stríðið í því landi skildi eftir sig 800.000 munaðarlaus böm. Páfinn í Póllandi í síðasta hefti ,,Réttar“, bls. 76-77, var sagt frá heimsókn pólska páfans nýkjörna í Mexíco og hvernig hann ráðlagði prest- um rómönsku Ameríku að skifta sér ekki af stjórnmálum: m. ö. orðum: leyfa harð- stjórunum þar að myrða alþýðu manna óáreittir og auðvaldinu að valda alþýðu fátækt og eymd. í júní kom hann til Póllands. Þar hvatti hann kirkjunnar þjóna til að skifta sér af stjórnmálum — eins og ,,Rétt“ hafði grunað. Hvað veldur? A kirkjan að vera hlutlaus, ef alþýða er svift möguleikum til að afla sér fæðis og klæðis, frumstæðustu mannréttinda? Páfinn mætti minnast dæmisögunnar um unga manninn, sem vildi fylgja Jesú frá Nasaret, en fór í burt, er Jesú sagði honum að selja eignir sínar og gefa fá- tækum, jrví hann átti „miklar eignir“. Vatikanið, páfastóllinn, er með ríkustu stofnunum heims, einnigað hlutabréfum í miklum gróðafyrirtækjum. Er jrað máske Jressvegna að páfi vill ekki iáta presta og fylgjendur kaþólsku kirkjunnar berjast gegn blóðidrifnum harðstjórum, sem um leið eru leppar amerísks auðvalds? Eða er það bara ofstæki gegn sósíal- isrna, sem hér er að verki? Nicaragua Uppreisn þjóðfrelsissinna, Sandinista, aean blóðhundinum Somoza, sem með Bandaríkjaher að bakhjarli, hefur ki'igað þjóðina og |)jáð, hefur verið hin víðtæk- asta til Jressa. Harðstjórinn lætur hins- vegar bandarískar eldflaugar og fallbyssu- skothríð dynja yfir fátækrahverfi borg- anna, drepa fólkið og leggja hýbýlin í rústir. Brátt virðist nú útkljáð að Jrað takist að steypa þessari blóðstjórn. En hitt er ljóst hverjir vildu halda henni við: Aljrjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) ákvað að veita Somoza-stjórninni lán að upphæð 67,700,000 dollara. Og Export- Import bankinn, sem ýmsir íslendingar kannast við, ákvað að ábyrgjast 30-40 milljónir dollara, sem er andvirði birgða, er Somoza-stjórninni voru sendar! Vitað er að Somoza-ættin, sem scilsað hefur undir sig allan þorra stóreigna og stórfyrirtækja í Nicaragua í 40 ár, hefur aðeins haldið einræðisvöldum sínum í skjóli bandárfskra vopna og mútna. Var einhver að tala um að Bandaríkin væru verndari lýðræðis í heiminum? 133

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.