Réttur


Réttur - 01.01.1987, Side 9

Réttur - 01.01.1987, Side 9
hefur ekkert við það að athuga að Norðurlöndin ræðist við um margvísleg málefni, en framkoma norskra yfirvalda og stjórnmálamanna væri þessháttar að mörgum okkar virðist að nálgist óleyfileg afskipti af íslenskum innanríkismálum. Hann spyr einnig „hversvegna norsk stjórnvöld bjóði ekki Bandaríkjamönn- um að setja herstöðina, sem nú er í ná- grenni Reykjavíkur, heldur niður í ná- grenni Oslóar, ef þeir líti svo á að mikil bandarísk herstöð sé nauðsynleg til að halda við jafnvægi í þessum heimshluta? Er ástæðan ef til vill sú, spyr íslendingur- inn, að þau vita að norska þjóðin myndi aldrei samþykkja slíka áætlun. En eigum við íslendingar, þessvegna, að vera um óráðna framtíð dæmdir til að axla þessa byrði.“ Eing Norðurlandaráðs sat sem höggdofa. Svo hröðuðu Natóhollir ráðs- félagar, frá Kaupmannahöfn og Osló, sér upp í ræðustól til þess að segja til synd- anna ráðherranum frá eylandinu sem lot- ið hafði dansk-norskum yfirráðum í 700 ár, — ráðherra sem flutti hér gamaldags þjóðernishyggju og þungar átölur gegn þeim, sem hugsuðu fyrst og fremst um „einingu Evrópu“. Þó Magnús Kjartans- son fengi stuðning Atla Dan frá Færeyj- um og tveggja vinstri manna frá Noregi, varð hann fyrir sárum vonbrigðum með afstöðu Norðurlandaráðs við tilmælum ís- lensku ríkisstjórnarinnar um stuðning við baráttu hennar fyrir brottflutningi banda- ríska hersins. — En baráttan heldur áfram. —25. mars 1974 staðfestir Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra í umræð- um á Alþingi að stefna ríkisstjórnarinnar sé óbreytt. Afhending hinna 55 þúsund æsilegu undirskrifta fyrirtækisins „Varið landi“ breyti engu þar um. Þann 27. mars tilkynnir Frankfurter Allgemeine Zeitung nýja leynilega áætl- un Nató: „Ef Ameríka gefur ekki eftir eru stjórnarskipti í Reykjavík hugsanleg, með þeim afleiðingum að ný stjórn, með vægari kröfum um fækkun í bandaríska hernum í Keflavík tæki við“. Þessi áætlun er framkvæmd í skyndi. 2. aprfl krefjast herstöðvasinnar umræðu á Alþingi um utanríkismál þar sem mjög er þrengt að stjórninni. 8. aprfl segir viðræðunefnd Bandaríkjanna upp þeim samningsgrund- velli, sem rætt hafði veríð um. 6. maí seg- ir Björn Jónsson sig úr ríkisstjórninni. Aðfaranótt 9. maí neyðist stjórn Ólafs Jóhannessonar til að segja af sér eftir mikinn upplausnar fund á Alþingi... Þetta gerist 6 vikum eftir að „Frankfurter Allgemeine Zeitung" tilkynnti um hugs- anleg stjórnarskipti í Reykjavík. J afnréttisgangan Hópganga fatlaðra, sem gengin var frá Sjómannaskólanum niður að Kjarvals- stöðum 19. september 1978, og oftast er kölluð „Jafnréttisgangan" átti sér nokk- urn aðdraganda. Þegar hér var komið hafði Magnús Kjartansson fatlast vegna veikinda. Hann hafði sýnt málefnum fatlaðra áhuga og skilning í sinni ráðherratíð, og nú var hann orðinn einn af hópnum, sem þurfti á hjólastól að halda og hann kvaðst reiðu- búinn að leggja málstaðnum lið eftir mætti, ef þess yrði óskað. í sveitarstjórn- arkosningum um vorið hafði komist til valda í borgarstjórn Reykjavíkur annar meirihluti, en áður stjórnaði og þótti ein- sýnt að athuga hvaða stefnu hann hyggð- ist fylgja í málefnum fatlaðra. A stjórnarfundi í Sjálfsbjörg félagi fatl- aðra í Reykjavík, sem haldinn var 10. júlí 1978, var skipuð nefnd til að ræða málefni fatlaðra við nýkjörna borgarstjórn. í nefndinni áttu sæti: Rafn Benediktsson, 9

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.