Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 46

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 46
INNLEND □ r VÍÐSJÁ □ i . Milljónamæringar gera ísland að láglaunasvæði Þegar þetta er skrifað eru kennarar, starfsfólk sjúkrahúsa og fleiri alþýðustétt- ir á íslandi að heyja harðvítuga kaupdeilu mestmegnis við ríkisstjórn Ihalds og Framsóknar. Sú stjórn hóf sinn illa stjórnarferil með því að beita ríkisvaldinu til að stela gífurlega af öllu launafólki: með bráðabirgðalögum var allt kaupgjald lækkað um þriðjung. Slík stjórn sýnir harðstjórnareðli sitt strax í upphafi og hefur haldið því síðan. Það er nauðsynlegt að athuga hvernig stendur á því að svona er komið — og að hægt er að beita slíkri harðstjórn. Það er orðin gerbreyting á ísland frá því sem var fyrir 10-20 árum. ísland er ríkara en nokkru sinni fyrr, en til valda er komin forrík og valdafrek yfir- stétt, sú ríkasta er að völdum hefur setið í allri sögu íslands — og tengdari erlendu valdi en nokkru sinni fyrr. „Aðalverktak- ar hf.“ eru einn ríkasti hluti þessarar yfir- stéttar og mynda beinlínis hin hættulegu tengsl við erlenda hernámsliðið. Félagið fær frá því allar sínar gífurlegu tekjur — og eru erlendir aðilar í Nato farnir að sjá ofsjónum yfir hvílíkuin fjárupphæðum sé fleygt í kostnað við hervirkjagerð á Is- landi. Félagið á ekki aðeins sínar 1000 milljónir króna skattfrjálsar og á háum vöxtum í ýmsum bönkum hér, auk stór- eigna eins og „Watergate“ ofl. Vafalaust grunar ýmsa að eitthvað eigi það af doll- urum erlendis, svo sem tíðkast hefur hjá íslenskum bröskurum. Þegar við þetta auðfélag bætist svo gróði heildsala og braskara, þá má sjá hver gerbreyting hefur orðið á íslensku þjóðfélagi undir stjórn þessara auðdrottna, þar sem hvert hneykslið rekur annað. Eitt sinn voru laun íslensks launafólks svipuð því sem bandarískur verkalýður hafði náð og betri um tíma en laun á Norðurlöndum. Nú er búið að gera ísland að láglauna- landi. Vér missum fjöldann af hæfustu starfskröftunum til útlanda vegna þess hve launakúgunin er orðið harðvítug. — Og þeir — og einkum þær — sem heima sitja og halda sjávarútvegi og annarri ís- lenskri framleiðslu gangandi, búa við þrælakjör, verða oft að vinna tvöfalda vinnu — og missa tugum saman íbúðir sínar, ef þau hafa reynt að eignast þak yfir höfuðið. Alþýðan sigrar aldrei þessa yfirstétt með verkföllum einum. Meðan yfirstéttin heldur ríkisvaldinu í helgreipum sínum beitir hún því vægðarlaust, til að stela af launafólki því, sem það kann að vinna með fórnfrekum verkföllum, —þótt hægt sé að lina sárasta skortinn um tíma með sigri í þeim. Allt launafólk, sem er meirihluti kjós- enda, þarf að fylkja sér saman á stjórn- málasviðinu og skapa sér meirihluta á Al- þingi. Og baráttan fyrir þeim meirihluta er ekki aðeins stéttabarátta launafólks, heldur og þjóðfrelsisbarátta íslendinga. 46

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.