Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 39

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 39
Á hernaðar- og stóriðj u-samsteypu Bandaríkjanna að takast að þurrka burt mannkynið af jörðinni? Það var Eisenhower Bandaríkjaforseti, sem fyrir aldarfjórðungi, í kveðjuræðu til þjóðar sinnar, er hann lét af embætti forseta 1961, varaði þjóð sína við því að upp væri risin í landi hennar geigvænleg hernaðar- og stóriðju-samsteypa, sem ógnaði öllu lýðræði landsins og gæti orðið allri veröld hættulegt, ef það fengi að eflast stórum og ná undirtökum í þjóðlífinu. Síðan hefur í kringum þessa samsteypu risið upp ægilegasta auðvald, sem Banda- ríkin hafa kynnst og sölsað undir sig æ meira vald. Núverandi forseti, Ronald Reagan, er sem hlýðinn þjónn í greipum þess. Aðalaðsetur þessa auðvalds er nú í Kaliforníu og er það orðið voldugra hinu forna auðvaldi Austurstrandarinnar. Þetta auðdrottnaskrýmsli teygir sig til annarra landa og innlimar ekki aðeins skotstaði eins og Island í árásarundirbún- inginn heldur og erlend stóriðjufyrirtæki hergagnaframleiðslunnar í auðhring sinn. Vopnaframleiðendur Vestur-Þýskalands, Englands og annarra auðvaldslanda gína við gróðavoninni og hyggja sem Krupp & Co. fyrrum á tímum Hitlerss gott til glóð- arinnar að gersigra verkalýðinn og þurrka út Sovétríkin. — Við vitum hvernig þá fór. En nú er meiri hætta á ferðum: út- þurrkun mannkyns í vitfyrrtu árásarstríði stríðsgróðavaldsins í Bandaríkjunum á Sovétríkin, sem geta svarað fyrir sig og tekið á móti þessum verkfærum dauðans. Hvað sögðu bandarísku vísinda- mennirnir, sem rannsökuðu áhrif kjarn- orkusprengjunnar á lífið á eyju einni í Kyrrahafi, þar sem tilraun hafði verið gerð með atomvopn? Allt var dautt, dýr og plöntur, — og menn, ef þeir hefðu verið þar. — En það skreið ein feit og bústin rotta upp úr holu sinni, djúpt í jarðveginum. Og einum vís- indamanninum, sem hugsaði um hvað framtíðin kynni að bera í skauti sér, varð að orði: „Eiga þetta að verða erfíngjar okkar mannanna á jarðríki?“ Vilt þú vinna að því? 39

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.