Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 40

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 40
 ÁGÚST VIGFtJSSON: Sólmundur Sigurðsson f. 2. júlí 1899 - d. 24. júní 1985 Það er hljómur í orðinu aldamótamað- ur, það er tengt mönnum sem af hugsjón og bjartsýni vildu lyfta þjóðfélaginu upp úr fáfræði og eymd. Eins þessara manna verður hér lítillega minnst. Sólmundur Sigurðsson var fædd- ur að Smiðjuhólsveggjum í Álftanes- Feðraslóðir Einn ég stend í aftanloga undir himinhvolfsins boga, aðfallssjór í straumum stríðum steypist yfir sandagrunn, líkt og falli úr fjallahlíðum flóð um heiðardalsins munn. í hlíðum, túnum, eyjum, álum, af öllu er gnœgð í lífsins skálum, á bleikum fitjum hrossahópar halda sig í dœgurönn, utar, litlir láturkópar leika sér í hvítri hrönn. Merkist ennþá eins og fyrrum öldukvik í lónum kyrrum, hamraborgir hvaðanœva hljóði kasta um nes og vog, enn, sem fyrrum eyrun hœfa undirdjúpsins þungu sog. hreppi í Mýrarsýslu — 2. júlí 1899. Hann lést 24. jní 1985. Sólmundur ólst upp við kröpp kjör eins og flestir alþýðumenn á þeim tímum. Hugur hans stóð snemma til mennta, en um langskólanám var ekki að ræða, sök- um fjárskorts, þó komst hann á Hvítár- Hérna bjó hann yst við ósa undir bliki norðurljósa, að bœjarveggnum brimsins faldur braust um strandargrunnin víð, snauður mjög hann ól sinn aldur einn í leik við hverja hríð. Úti í allra verða veldi vannst hans strit að morgni og kveldi, tötrum búinn út við œginn, út við sandsins rammaslag, við að fœra björg í bœinn batt hann saman nótt og dag. Einsog vargur yfir gini, eða böðulsvipa hvini, yfir kotmanns höfði hoknu húkti sultarvofan grá. Jafnan voru að verki loknu vinnulaunin furðu smá. 40

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.