Réttur


Réttur - 01.01.1987, Side 23

Réttur - 01.01.1987, Side 23
1927 gerði Bandaríkjaher fimm sinnum árásir eða beinar innrásir í Nicaragua, sem lið í viðleitni Bandaríkjastjórnar til að treysta áhrif sín á stjórn landsins. AI- þýða Nicaragua gerði baráttuna fyrir ríkisstjórn sem ekki lyti erlendri yfir- drottnun að lykilkröfu sinni. Þótt sumir kaupsýslumenn og jarðeig- endur hafi gegnt mikilvægu hlutverki í baráttunni fyrir þjóðlegu sjálfstæði í byrj- un þriðja áratugarins, var það engu að síður alþýða manna til sveita og fólk úr hinni ungu verkalýðsstétt, sem gegndi forystuhlutverkinu. Árið 1933 tókst skæru- liðaher, mestanpart skipuðum sveitaal- þýðu undir forystu Augusto César Sand- inos, að reka á flótta bandarískt land- göngulið sem hafði hernumið landið. Stjórnin í Washington svaraði með því að skipuleggja morð á Sandino og koma Somozafjölskyldunni til valda. Einræði Somoza Somozafjölskyldan stjómaði harðneskju- lega með aðstoð Þjóðvarðliðsins, þjálf- uðu af bandarískum landgönguliðum. Ríkisvald sitt notaði hún til þess að stela jarðnæði undan smábændum og koma upp ríkidæmi þar sem undirstaðan var út- flutningur á landbúnaðarvörum. Ýmis lýðréttindi voru miskunnarlaust numin úr gildi til þess að viðhalda arðrán- inu sem vald Somozafjölskyldunnar hvíldi á. Má þar nefna réttindi verka- manna og sveitaalþýðu til að skipuleggja sig í félög, prentfrelsi og tjáningarfrelsi. Verkalýðsflokkar voru ólöglegir og meira að segja stjórnmálamönnum auðvaldsins, sem lent höfðu í andstöðu, var neitað um full lýðréttindi. í utanríkismálum var Nicaragua áfram vettvangur hagsmuna Bandaríkjanna og veitti aðstöðu fyrir hernaðaríhlutanir gagnbyltingarsveita þeirra gegn öðrum ríkjum rómönsku Ameríku. Svínaflóa- innrásin illræmda árið 1961 á byltingar- ríkið unga á Kúbu var t.d. hafin frá höfn- inni í Puerto Cabezas á norðausturströnd Nicaragua. Stjórnarskrár á valdatíma Somozafjöl- skyldunnar höfðu einkum það hlutverk að treysta völd ríkisstjórna auðstéttarinn- ar, en þar hafði tögl og hagldir lítii klíka kaupsýslumanna og jarðeigenda, hand- gengin Somoza og trú stjórninni í Was- hington. Stjórnarskráin útilokaði vinn- andi fólk frá þátttöku í stjórnmálum og takmarkaði verulega frelsi þeirra auð- valdsafla sem stóðu utan við þröngan hring Somozafjölskyldunnar. Somozaliðið „sigraði“ í kosningum ým- ist með svikum og prettum, ógnunum eða á „löglegan“ hátt. Sem dæmi má nefna að samkvæmt stjórnarskránni frá 1950 fékk flokkur Somoza, Frjálslyndi flokkurinn sjálfkrafa úthlutað 66% þingsæta á þjóð- þingi landsins. Síðar var hann svo lítillát- ur að lækka þetta hlutfall í 60%. í síðustu stjórnarskrá Somoza sem var samþykkt 1974, er haldið í stéttarlegt ójafnrétti varðandi borgaraleg réttindi. Menntaðir Nicaraguabúar, auðugir og sumir frá millistéttinni, fengu borgararéttindi 18 ára en allir aðrir máttu bíða til 21 árs aldurs. Með öðrum orðum: í Nicaragua hafa borgaraleg lýðréttindi aldrei verið stað- fest og þjóðlegu sjálfstæði aldrei verið komið á. Þegar Sandinistar tóku völdin 1979, stóðu þeir ekki einungis frammi fyr- ir því að framkvæma efnahagslegar og félagslegar umbreytingar til að mæta hinni gífurlegu fátækt í landinu, heldur þurftu þeir líka að hrinda í framkvæmd þeim þjóðlegu og lýðræðislegu verkefn- 23

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.