Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 22

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 22
GYLFI PÁLL HERSIR KORMÁKUR HÖGNASON: Ný stjórnarskrá í Nicaragua Færir byltinguna fram á við og festir í sessi ávinninga vinnandi stétta Árið 1969 birti Þjóðfrelsisfylking Sandinista (Frente Sandinista de Liberación Nacional, FSLN) pólitíska stefnuskrá um „Alþýðubyltingu Sandinista“ sem mundi steypa einræðisstjórn Anastasio Somoza. Markmið FSLN var að í stað harðstjórnar Somoza kæmi „byltingarstjórn sem byggði á bandalagi verkamanna og sveitaalþýðu, auk samvinnu við alla föðurlandsvini og önnur öfl í landinu, andstæð heimsvaldastefnunni og fámennisstjórnum.“ Stefnuskráin heldur áfram: „Alþýðubylting Sandinista mun koma á byltingarsinnaðri ríkisstjórn sem útrýmir því afturhaldssama fyrirkomulagi sem komið var á með herforingjabylt- ingum og kosningum þar sem úrslitum var hagrætt. Alþýðan mun skapa nýtt Nicaragua án arðráns, kúgunar og vanþróunar; frjálst og óháð Iand.“ Pað liðu tíu ár frá því að þetta var sett fram og þangað tii vinnandi alþýðu Nicar- agua undir forystu FSLN tókst að losa sig við einræðisstjórn Somoza. í dag, tæpum átta árum eftir byltinguna 1979 hafa þeir ávinningar sem alþýðan hefur náð við uppbyggingu nýrrar ríkisstjórnar og með beitingu ríkisvaldsins til að efla hagsmuni sína, verið skjalfestir með samþykkt nýrrar stjórnarskrár sem gildir fyrir allt landið. Petta er „fyrsta lögmæta, réttláta og raunsanna stjórnarskráin í Nicaragua. Hún endurspeglar þjóðareiningu og er einn af hornsteinunum í vörn byltingar- innar,“ segir í áliti nefndar þjóðþingsins sem vann að ritstýringu stjórnarskrárinn- ar. Þingiö er löggjafarsamkunda Nicaragua og afgreiddi stjórnarskrána. Hvað stendur nýja stjórnarskráin fyrir og hvers vegna telja Nicaraguabúar hana svo mikilvæga fyrir framþróun byltingar- innar? Til þess að skilja þetta er nauðsyn- legt að líta til baka og rifja upp hvers kon- ar ríkisstjórnir voru við völd fyrir bylting- una og hvaða verkefni biðu Sandinista þegar þeir tóku völdin 19. júlí 1979. Baráttan fyrir þjóðlegu sjálfstæði Nicaragua hlaut sjálfstæði frá Spáni í byrjun 19. aldar, en losnaði aldrei undan íhlutun annarra landa. Á árunum 1854- 22

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.