Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 36

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 36
Nelson Mandela Suður-Afríku, gegn hvítu minnihluta- stjórninni. Hámark þeirrar þróunar var þing, skipað 3000 fulltrúum, sem haldið var árið 1955. Þar var samin og samþykkt frelsisskrá, sem var vísir að lýðræðis- stjórnarskrá fyrir Suður-Afríku, sem hefst þannig: — „Suður-Afríka tilheyrir öllum, sem þar eiga heima — svörtum og hvítum.“ Pessi setning er einnig upphaf stefnuskrár ANC (African National Congress — Þjóðfrelsishreyfing Afríku- manna). Hinir hvítu ráðamenn Suður- Afríku litu á kröfuna um jafnrétti kyn- þáttanna sem ógnun við yfirráð sín. í þeirra augum er nauð hinna svörtu aðeins „Hin svonefnda nauð, sem áróður komm- únista hafði talið þeim trú um.“ Nelson Mandela var aftur og aftur stefnt fyrir rétt til að svara fyrir kröfu- göngur og verkföll, sem ANC hafði skipulagt. Aftur og aftur urðu dómarar að viðurkenna þá staðreynd að ekki hafði verið beitt valdi í þessum aðgerðum. Á nærri 5 árum (1956-1961) reyndu yfir- völdin að sanna að Mandela og félagar hans sem ákærðir voru, hefðu skipulagt byltingu. En réttarvitnin reyndust ekki trúverðug og að lokum voru allir hinir ákærðu sýknaðir. En Búastjórnin var ákveðin að banna hreyfinguna og leiðtoga hennar og setti sífellt harðari lög til að hindra friðsamleg andmæli. Að lokum var svo frelsishreyf- ingin ANC bönnuð 1960, eftir að lögregl- an réðist gegn hópgöngu svertingja í Sharperwille og skaut til bana 69 manns. Pá var um leið allt andóf dæmt ólöglegt... Þessu banni var fylgt eftir með al- mennu herútboði, 5000 herdeildir voru kvaddar út. Hundruð herflugvéla sveim- uðu yfir gettóum hinna svörtu og vörpuðu niður flugblöðum. Tíu þúsundum var varpað í fangelsi. Vopnabúðir voru tæmdar og lögregla gekk hús úr húsi og barði verkafólk til vinnu. — „Þetta var dagurinn sem friðardúfan féll til jarðar“ skrifaði „Sunday Express". Mandela sím- aði til blaðanna frá opinberum símaklef- um: „Við höfum lært okkar lexíu. Aftur- haldsstefna ríkisstjórnarinnar hefur bundið enda á tímabil friðsamlegrar andstöðu.“ 36

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.