Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 17

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 17
Islendingar verða að herða frelsisbaráttu sína Bandaríska árásarvaldið er í vaxandi mæli að leggja landið undir sig og spilla þjóðinni. Það er orðin lífsnauðsyn fyrir þjóð vora að átta sig á þeirri þróun, sem orðið hefur í landi voru og stefnir nú óðum í þá átt að gera Island að hjálendu banda- rísks hervalds. Við skulum nú eftir 46 ára bandarískt hernám rifja upp atburðaröðina. I. Bandarískt hervald heimtar 1941 að breska hervaldið afhendi sér yfirráðin vfir Islandi. Breska hervaldið hótar 24. júní 1941 að svelta íslendinga inni: hindra alla flutninga til og frá landinu nema ríkis- stjórnin gangi að kröfunum um að biðja Bandaríkin um vernd íslands.1 Frammi fyrir þessari hótun beygði ríkisstjórnin sig. II. Bandaríkin sviku ákvæði „verndar,,- samningsins að fara burt með her sinn í stríðslok. Hinsvegar kröfðust þau 1. okt. 1945 að fá afhenta sér þrjá mikilvæga landshluta Islands undir alger amerísk yfirráð í 99 ár. Þessir landhlutar, er verða skyldu handa- rískar herstöðvar — og lokaðar fyrir Is- lendingum — voru 2Keflavíkurflugvöllur, er verða skyldi einn stærsti árásarherflug- völlur í Evrópu, — 3Skerjafjörður og um- hverfi, er verða skyldi flugstöð sjóhers- ins, — 4Hvalfjörður og umhverfi, er verða skyldi risavaxin flotastöð. íslendingar neituðu þessum kröfum. Frelsisandinn lifði enn í þjóðinni, sem stofnað liafði lýðveldi 1944 eftir sex alda erlenda yfirdrottnun. En bandaríska hervaldið hafði afhjúp- að sig, sýnt að hverju það stefndi um yfirráð yfir íslandi. III. 1949 er ísland vélað inn í Nato, hernað- arbandalag hinna gömlu nýlendudrottna, — með loforðinu um að hér yrði aldrei her á friðartímum. Bandaríkin sviku þetta loforð tveirn árum síðar: í júní 1951 létu þau ríkisstjórn Islands undirskrifa „varnarsamning“ við Bandaríkin. Hafði sú ríkisstjórn enga 17

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.