Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 26

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 26
búnaöi og verksmiðjum. Ákallið um „þjóðareiningu“ nær líka til þeirra kapítalista og jarðeigenda sem haldið hafa kyrru fyrir í Nicaragua og hafa töluvert vægi í ýmsum greinum land- búnaðar og viðskipta. Sömu sögu er að segja um þá stjórnmálaflokka sem standa vörð um hagsmuni þeirra. Kosningarnar 1984 í nóvember 1984 var kosinn forseti, varaforseti og þjóðþing, en fyrsta verk- efni þingsins var að gera drög að nýrri stjórnarskrá. Þetta voru frjálsustu kosn- ingar sem fram hafa farið í sögu Nicaragua. FSLN hlaut 67% atkvæða. Daniel Or- tega var kosinn forseti og Sergio Ramirez varaforseti. FSLN hafði lagt fram tillögu sem var samþykkt um ákveðna hlutfalls- skiptingu fulltrúa á þjóðþinginu. Flún hafði í för með sér að allir hinir flokkarnir sem buðu fram fengu þingsæti. Á þinginu sitja alls 96 þingmenn. FSLN hlaut 61 þingsæti. Þrír flokkar auðvaldsins buðu fram. Lýðræðissinnaði íhaldsflokkurinn fékk 14 sæti, Óháði Frjálsiyndi flokkurinn 9 og Kristilegi flokkurinn fékk 6 þingsæti. Þrír vinstri róttækir verkalýðsflokkar buðu fram. Kommúnistaflokkur Nicaragua, Sósíalista- flokkur Nicaragua og flokkur Marx-Ien- ínista hlutu hver um sig 2 þingsæti. Drög að stjórnarskrá Þjóðþingið hóf undirbúning að gerð stjórnarskrárinnar með því að skipa nefnd sem í sátu fulltrúar flokkanna sjö, í samræmi við þingstyrk þeirra. Nefndin skilaði fyrstu drögum sínum í febrúar 1986 og voru þau þegar sett til umræðu meðal fólksins í landinu. Þjóð- þingið skipulagði 73 borgarafundi sem 100.000 manns sóttu víðs vegar um landið. Þetta var meiriháttar afrek, eink- um fundarhöldin á svæðunum þar sem barist var við kontra-skæruliðana og á Atlantshafsströndinni. Þar eru nær engar samgöngur og ennfremur þurfti að þýða umræðurnar á þrjú tungumál. Hver sem var gat tjáð sig um stjórn- arskrána á borgarafundunum, óháð póli- tískum skoðunum eða tengslum við stjórn- málaflokka. Meirihluti þátttakenda voru verkamenn, bændur og ungt fólk. Þingið gerði sérstakar ráðstafanir til þess að fá kapítalistana með í umræðuna. Skipu- lagður var fundur eingöngu fyrir þá, en honum var aflýst þar sem aðeins örfáir létu sjá sig. Fundirnir styrktu stj órnarskrárdrögin Nefnd þjóðþingsins sem sá um að rit- stýra drögunum gerði á þeim töluverðar endurbætur í ljósi tillagna frá borgara- fundunum. Tillögur íbúa Atlantshafs- strandarinnar styrktu verulega þann hluta stjórnarskrárinnar sem tekur til réttinda indíána og blökkumanna sem þar búa. í fyrsta skipti í sögunni var viðurkennt að íbúar Nicaragua væru samsettir úr „mörg- um þjóðarbrotum“. Réttur íbúa strandar- innar til að ákveða sjálfir eignarform á landi, stofna eigin félagasamtök, njóta menntunar á tveimur tungumálum og varðveita menningu sína var tryggður. I nýju stjórnarskránni er því lýst yfir að sjálfráðum stjórnum, kosnum af fólkinu á ströndinni, verði komið á. Ákvæðin um jarðnæðisumbætur voru gerð ákveðnari. í lokadrögunum segir að tilgangur jarðnæðisuppbótanna sé „rétt- lát uppskipting jarðnæðis.“ Þá var því heitið að „afnema latifundio (stóreignir á landi), gróðasjónarmið í landbúnaði, óhagkvæmni í framleiðslu og öllum form- 26

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.