Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 35

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 35
SIGURSVEINN D. KRISTINSSON: Winnie og Nelson Mandela Frelsisbarátta hinnar svörtu þjóðar Suður-Æfríku „Þjóðin lifði í friði við lýðræðislega stjórnarhætti konunga sinna og ráðgjafa. Landið tilheyrði öllum. Þar voru ekki auðmenn eða fátæklingar. Arðrán var óþekkt. Allir þegnar frjálsir og jafnir. Þannig var grundvöllur stjórnarfarsins. Allur ættstofninn, bændur, stríðsmenn og t.d. læknar, — allir gátu tekið þátt í ráðagerðum og ákvörðunum samfélagsins. Þegar þetta skipulag fullnægði ekki lengur kröfum tímans, lifðu þó rætur hins byltingasinnaða lýðræðis og í anda þess var unnið gegn kúgun, fátækt og örygg- isleysi. Það var innblástur þessara hugsjóna, sem mótaði pólitíska baráttu mína og félaga minna. Þegar faðir minn dó, var ég 10 ára. Þá tók einn af ættstofninum að sér að kosta nám mitt allt frá barnaskóla til loka há- skólanáms, án þess að ætlast til umbunar. Eftir okkar sið var ég barn hans og lærði á hans ábyrgð.“ Þannig minntist Nelson Mandela fortíðarinnar í hinni frægu varn- arræðu sinni er hann var dæmdur í ævi- langt fangelsi árið 1962. Síðar bætir kona hans Winnie Mandela við: „Hér liggja rætur hinnar ríku ábyrgðartilfinningar og hollustu við málstað þjóðar hans, að endurheimta virðingu hennar, frelsi og sjálfsákvörðunarrétt." Winnie Mandela minnist einnig bernsku sinnar þannig: „Faðir minn var kennari. Hann kenndi m.a. sögu í skólan- um okkar. Oft vék hann frá hinu opin- bera námsefni: Fyrst las hann með okkur það sem stóð í hinni opinberu kennslu- bók, lagði hana svo til hliðar og sagði: „Þetta stendur í bókinni, en sannleikur- inn er að þegar hvítu mennirnir komu til landsins, réðust þeir á forfeður okkar og rændu landi þeirra. Það var upphaf Zhosa-stríðanna.“ Síðar segir hún: — þó við höfum beðið ósigur í 9 Zhosa- stríðum, gefumst við ekki upp. Reiðin verður að pólitískri vitund svartra barna, sem gengið hafa í gegn um þennan skóla. Eitt þeirra ljóða sem faðir minn kenndi mér var um það, þegar ættarhöfðingjar þjóðarinnar kveðja til ráðstefnu, þar sem ákveðið verður að kalla þjóðina alla til að sameinast í baráttu gegn sameiginlegum óvini.“ Eftir síðari heimsstyrjöldina þróaðist andspyrnuhreyfing hinna svörtu þjóða 35

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.