Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 47

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 47
^14. NEISTAR Hið nýja tilboð Gorbatschoffs: í dag tilkynni ég ykkur, fyrir hönd sóvéskra stjórnvalda, eftirfarandi ákvöröun. Sovétríkin leggja til aö málefni meöaldrægra eldflauga veröi tekið út úr heildarpakkanum, og samið um þaó sérstaklega, og þaö án tafar. Hér liggur raunverulega fyrir samkomulag, en ekki aðeins sam- komulagsgrundvöllur. Um þaö var samið í Reykjavík aö Sovéríkin og Bandarikin eyöilegöu öll sin meö- aldrægu kjarnorkuvopn í Evrópu á næstu fimm árum. Á sama tíma yröi meðaldrægum eldflaugum okkar í Asiuhluta Sovétríkjanna fækkaö niöur í 100 kjarnaodda gegn því aö Bandaríkin hafi aðeins þann fjölda innan landamæra sinna. Strax þegar samkomulag hefur veriö undirritaö um útrýmingu so- véskra og bandarískra meöal- drægra eldflauga í Evrópu, munu Sovétríkin einnig taka niöur lang- dræg vígvallarvopn sín í Þýska al- þýöulýöveldinu og Tékkóslóvakiu í samkomulagi viö þessi ríki, eld- flaugar sem settar hafa veriö upp þar sem svar viö uppsetningu Pershing-2 og stýriflauganna i Vestur-Evrópu. Hvaö varöar önnur vígvallar- vopn, þá erum viö reiöubúnir til aö hefja þegar viöræöur um fækkun þeirra og algera útrýmingu. Þaö er þannig raunhæft tæki- færi til aö losa hiö sameiginlega heimkynni okkar, Evrópu, viö verulegan hluta af kjarnorkuvopn- unum, sem íþyngja henni, á tiltölu- lega stuttum tíma. Þaö væri raun- hæft og stórt skref til aö losa Evrópu meö öllu viö kjarnorku- vopn. Viö leggjum þessar tillögur okkar á samningaborð viöræöu- nefnda Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna í Genf. • Nauðungaruppboðum á íbúð- um hefur nú fjölgað meir en nokkru sinni fyrr. Fátækt launa- fólk leggur út í vægöarlausan þrældóm, myrkranna á milli, til þess aö reyna aö eignast þak yfir höfuöið. Þaö trúir á loforð stjórn- arflokkanna að þetta sé hægt. — Svo stendur margur maöurinn allt í einu uppi og á ekki fyrir skuldun- um, þrátt fyrir þrældóminn. — Og þá er boðið upp. Húseignina hreppa oft braskarar, — fyrir lítiö fé — en útborgað. Fátækt launa- fólk situr eftir íbúðarlaust — með skuldir á bakinu. Nauöungaruppboöin eru venju- lega auglýst á sunnudögum, máske margar síöur — rétt á eftir predikunum um náungakærleika. — Hræsnin riöur ekki við einteym- ing í auövaldsblööunum. Bólu-Hjálmar kvaö forðum: „Er það gleði andskotans umboöslaun og gróöi, fémunir þá fátæks manns fúna í ríkra sjóöi." • Með sameiginlegu átaki Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar hefur þessum herrum tekist að koma á aftur fátækt á íslandi, gera okur löglegt og koma upp auðugri yfirstétt og óþjóðlegri en nokkru sinni hefur fyrr drottnað yfir ísiandi. • Reykjavíkurfundurinn sýndi aö afvopnun er fyllilega raunhæf stefna. í höfuðborg Islands vorum viö aöeins í eins skrefs fjarlægö frá samkomulagi um heila röö af slíkum ákvöröunum, sem í heild sinni hefðu getað markaö upphaf aö þvi aö vinna bug á kjarnorku- vánni. í þessu liggur mikilleiki og einnig harmleikur Reykjavíkurfundarins. Mikilleiki hans í því aö þar opnað- ist útlit fyrir aö kjarnorkuvopnalaus heimur gæti verið á næsta leiti. Harmleikurinn í því aö máttug öfl, þar sem haldið er vakandi kjarn- orkuhugarfarinu, komu í veg fyrir samkomulag. Þaö er svo á allra vitoröi hvaö geröist á eftir Reykjavíkurfundin- um. Bandariska ríkisstjórnin hvarf frá því samkomulagi sem þar náöist. Dómur Ólafs Thors um kröfu Bandaríkjanna 1945 „I fyrra báöu Bandaríkin okkur um Hvalfjörð, Skerjafjörö og Kefla- vík. Þau fóru fram á langan leigu- mála, kannski 100 ár, vegna þess aö þau ætluðu aö leggja í mikinn kostnað. Þarna áttu aö vera vold- ugar herstöövar. Viö áttum þarna engu að ráða. Við áttum ekki svo mikið sem að fá vitneskju um hvaö þar gerðist, þannig báöu Banda- ríkin þá um land af okkar landi til þess aö gera þaö aö landi af sínu landi. Og margir óttuöust aö síðan ætti aö stjórna okkar gamla landi frá þeirra nýja landi. Gegn þessu reis íslenska þjóðin." Ólafur Thors í þingræðu 20. septemebr 1946. 47

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.