Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 41

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 41
bakkaskólann og var þar í tvo vetur. Hann taldi sig hafa mikið gott af veru sinni þar, undir handleiðslu hins merka skólamanns Sigurðar Þórólfssonar. Fróðleiksfýsn Sólmundar var mikil. Hann var alla ævina að lesa og læra. Hann las fleiri tungumál, meðal annars Esperantó. Allt var þetta sjálfmenntun. Það er ekki ofmælt að hann var víðlesinn. Einnig var hann mjög virkur í bind- indishreyfingunni. Eitt er enn ótalið, sem sýnir hve fjölhæfur Sólmundur var. Hann var ljóðskáld, en skáldskap sínum flíkaði hann lítt. Hér skal að lokum birt kvæði eftir Sólmund. Kvæðið nefndi hann Á feðraslóðum. Þung var löngum úthafsalda opnum báti um vegu kalda, vöktu undir veikum kili váleg sker í öldurót, undir byrðings þunnu þili þusti röst um feigðargrjót. Aðeins rústir á það minna hvar útnesbýlið var að finna, gleymd og týnd í grænum sverði geymast beinin öreigans, en líka hinna, er vœgu verði virtu nytjastörfin hans. Eftir margra ára fylling œskudraumsins fagra gylling máist af, en hátt í hylling heimur tómsins blasir við, þar í samkór Sekt og Spilling syngja lof um Ranglœtið. Sólmundur stundaði margskonar störf um ævina. Hann var barnakennari um skeið. Verslunarstörf stundaði hann í Borgarnesi um árabil. Hugur hans mun þó einkum hafa hneigst að því að verða bóndi. Sú hugsjón rættist ekki fyrr en hann var kominn um fimmtugt. Þá réðist hann í að reisa nýbýli austur í Ölfusi og bjó þar um árabil. Síðustu árin dvaldi Sólmundur í Reykja- vík. Sökkti hann sér þá niður í margskonar tómstundaiðju, t.d. ættfræðirannsóknir. Sólmundur var mikill félagshyggju- maður. Hann var eldheitur sósíalisti og var um árabil forystumaður sósíalista í Borgarnesi. Yfir landið dýrra drauma dropar hinna miklu strauma falla vítt, en enda í eining, — engu máli skipta nöfn —. Hvað um sína laut og leyning leitar inn í sömu höfn. Andinn greinir inn í móðu aldanna, það liðnir hlóðu. Inn í sorta einhvers tíma á sér rœtur sérhvert mál. Sœkir á um breða og bríma brekku tímans lífsins sál. Hér, á auðum œgisandi, einum hól með grónu landi, hér, á moldum mœðra og feðra mannsbarn fárátt einn ég stend einsog fis í faðmi veðra, fortíð, nútíð saman rennd.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.