Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 15

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 15
Thors, Pétur Magnússon og Bjarni Ben- ediktsson höfðu þar forustu. En núver- andi forusta hans virðist ætla að ræna al- menning og þjóðina þeim fyrirtækjum og stofnunum, sem þau eiga sameiginlega, eins og þessir ræningjar frekast geta. Aðferðirnar við að stela af Reykvíking- um þeirri bæjarútgerð, sem þeir áttu sam- eiginlega,3 og henda henni í hlutafélags- óskapnað, til að bjarga frá gjaldþroti bröskurum, er auðsjáanlega fordæmið, sem breyta á eftir. Það virðist nú vera stefna Sjálfstæðis- flokksins að ræna til handa einstökum bröskurum þeim fyrirtækjum, sem þjóðin á, og helst bara með ráðstöfnunum ráð- herra, en með „lögum“, ef óhjákvæmilegt reynist. Þjóðin þarf að vera á verði gagnvart þessari ránsstefnu braskara, sem ætla sér að auðgast á kostnað þjóðarinnar í krafti valds síns í „Sjálfstæðisflokkniim“. Það er nógu illt að hér á landi er nú í krafti hermangsins komin upp ríkari yfir- stétt en þekkst hefur hér nokkru sinni, þó það bætist ekki ofan á að braskarar íhaldsins féfletti þjóðina með því að ræna eignum hennar, gera þannig yfirstéttina enn ríkari og voldugri, — en koma svo um leið aftur á fátækt og þrældómi hjá stóruni hluta vinnandi stétta. Hin vinnandi, íslenska þjóð þarf í kosningum að segja við ræningjana: Hingað og ekki lengra. SKÝRINGAR: 1 2. gr. lagafrumvarpsins, sem fól þessi fyrirmæli í sér, var tekin aftur af ríkisstjórninni. Sjá annars um ránsherferð þessa í grein í „Rétti" 1986, bls. 16-17. 2 Erindrekar bandarísks auðvalds ætluðust til þess að Áburðarverksmiðjan yrði einkacign, en m.a.s. forustu Sjálfstæðisflokksins, sem Ólafur Thors stýrði, kom í veg fyrir það og tryggði þjóð- areign á verksmiðjunni. En erindrekar ameríska valdsins ætluðu að láta „rekstarfélag" með 10 milljón króna hlutafé, — þegar verksmiðjan var metin á 286 milljónir kr., — skoðast scm eig- anda. Og síðan skyldi selja þau hlutabrcí, er rík- ið átti í „rekstrarfélaginu", — en það voru 6 mill- jónir króna, — á nafnverði til einstakra aðila. Þannig áttu einstakir aðilar fyrir 10 milljónir króna að eignast verksmiðjuna, er var orðin um 300 milljón króna virði og fór sem eign síhækk- andi. 3 1945 vildu aðeins fáir togaraútgerðarmenn í Reykjavík kaupa nýsköpunartogara og þá var bæjarútgerðin sett á stofn og fékk 8 nýsköpunar- togara, forðaði vcrkalýð Reykjavíkur frá at- vinnuleysinu, sem Kaninn vildi koma á, en tókst ekki að gera það fyrr en 1950 með því að banna Islendingum að byggja sér hús, nema með leyfi fjárhagsráðs, sem sá um að neita slt'kum beiðn- um sem mest, svo íbúðarbyggingum í Reykjavík fækkaði úr 634 árið 1946 niður í 284 árið 1951. 15

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.