Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 18

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 18
lagalega heimild til slíks. Alþingi var ekki kallað saman fyrr en í október og stóð þá frammi fyrir herteknu landi. Var því ástandið svipað og er íslendigar voru neyddir til að samþykkja einveldi Dana- konungs í Kópavogi 1661, er danskir her- menn stóðu umhverfis alþingismenn með hlaðnar byssur. IV. Sagan af afskiptum Bandaríkjahers af íslandi er því óslitin röð af ofbeldisverk- um, hótunum, sviknum loforðum og her- námi. Nú hefur hernámið frá 1951 staðið í 36 ár, aldarþriðjung. Og á þessu tímabili hafa Bandaríkin verið að vinna hér á landi eftirfarandi óþurftarverk: 1. Bandaríkjaher hefur verið að treysta hernaðarleg tök sín á landinu. Keflavík- urflugvöllur og umhverfi (Helguvík etc.) er orðin risavaxin árásarherstöð, þar sem staðsettar eru Awacs-flugvélar, sem stjórnað geta flugskeytum úr kafbátum og hafið þannig árásarstríð. Jafnhliða hafa, — gegn mótmælum íbúanna — ný- tískulegustu radarstöðvar verið settar upp á Austurlandi og Vestfjörðum, svo sífellt stærri hlutar íslands eru gerðir að skotmarki í styrjöld, sem stríðsóð valda- klíka Reagans & Co., hermangaravald Bandaríkjanna, undirbýr. Og allri þessari þróun á að hraða, ef ríkisstjórn fslands sýnir hernámsveldinu sömu undirgefni og hingað til. 2. Bandaríkjavaldið lætur þjóna sína hér vinna að því að forheimskva og blinda ís- lendinga, svo að þeir sjái ekki hvert stefnt er og hvílík tortímingarhætta er leidd yfir þjóðina. Petta erlenda hervald, hið vold- ugasta og frekasta í heimi, hefur með gíf- urlegum mútum komið sér upp íslenskri yfirstétt, sem lifir og stórgræðir á her- námsvinnu fyrir innrásarherinn. Þessi yfirstétt á yfir 1000 milljónir króna inn á íslenskum bönkum, — skattfrjálst og með háum vöxtum, — auk bygginga sem „Watergate" og líklega drjúga dollara- eign erlendis. Samtímis því sem þannig er risin upp ríkasta yfirstétt, sem verið hefur á íslandi — og er í þjónsafstöðu við erlent vald og hefur gífurlegt vald yfir fjölmiðlum, — hefur svo fátæktinni verið komið á aftur, laun jafnvel verið lækkuð með bráða- birgðalögum um einn þriðjung. — Þeirri fátækt, sem íslensk alþýða bjó við í þús- 18

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.