Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 10

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 10
Sigurður Guðmundsson, Sigursveinn Kristinsson, Arnór Pétursson og Magnús Kjartansson. Nefndin tók þegar til starfa og hélt næstu vikurnar fundi til að ræða um mál- efni, sem verða skyldu umræðugrundvöll- ur við borgarstjórn. Nefndarmenn komu sér saman um eftirfarandi ályktun um fjóra mikilvægustu málaflokkana: Atvinnumál. 1. Löghelgaður forgangsréttur fatl- aðra til starfa verði tryggður í verki með skipulegum vinnubrögðum. 2. Vinnumiðlun borgarinnar verði endurskipulögð. 3. Meginstefnan verði sú að fatlað fólk geti unnið á almennum vinnustöð- um, en fyrir þá sem læknar telja að ekki geti starfað þannig verði stofn- aðir verndaðir vinnustaðir á vegum borgarinnar og rekstrargrundvöllur þeirra tryggður. 4. Skipuleg Iæknisskoðun og endur- hæfing verði framkvæmd í því skyni að koma í veg fyrir að fólk sem vinnur einhæfa vinnu og erfiða, verði öryrkjar af völdum atvinnu- sjúkdóma. Húsnæðis-, samgöngu- og heilbrigðismál. 1. Jafnhliða framkvæmd byggingar- laga frá 3. maí 1978 sem kveða á um jafnrétti fatlaðra, verði gerð áætlun um breytingar á eldri húsum, fyrst og fremst samkomu- húsum, í því skyni að fatlað fólk m.a. bundið við hjólastóla, eigi hvarvetna sem greiðastan aðgang. Salernum verði breytt í sama skyni. 2. Gengið verði þannig frá strætis- vögnum borgarinnar og biðstöðv- um að fatlað fólk geti notað al- menningsfarartæki til jafns við aðra. 3. Gangstéttarbrúnir verði alstaðar sneiddar við gangbrautir, þannig að greiðfært verði yfir götur í hjólastól og með barnavagna. Gerð verði áætlyn um að þeim framkvæmdum verði í eldri borgarhverfum lokið fyrir lok þessa kjörtímabils. Hljóð- vitar verði við allar gangbrautir. 4. Sundstöðum borgarinnar verði breytt þannig að fatlað fólk geti notað þá og á öllum biðstofum, verslunum og öðrum samkomustöðum verði tiltækir hjólastólar, armstólar og annar búnaður, sem auðveldi fötluðum bið og athafnir. Við allar endurhæfingarstofnanir og sambýl- ishús fyrir fatlaða verði komið upp sérhönnuðum sundlaugum. 5. Sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða verði við opinberar byggingar og samkomustaði. 6. Merkingar á opinberum bygging- um verði greinilegar fyrir sjónskert fólk. 7. Útivistarsvæði borgarinnar verði aðgengileg fötluðu fólki. Þegar hér var komið var tveim nefnd- armönnum falið að ganga á fund nýráðins borgarstjóra, Egils Skúla Ingibergssonar, með þessar málefnatillögur. Var sá fund- ur haldinn 17. ágúst. Borgarstjóri tók nefndarmönnum og erindi þeirra vel, og í samráði við hann var ákveðið að borgar- stjórn tæki á móti Sjálfsbjargarfélögum að Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 19. sept- ember. Fljótlega kom upp sú hugmynd að efna til fjöldagöngu frá Sjómannaskólanum að fundarstað á Kjarvalsstöðum. Þessari hugmynd óx brátt fylgi og var vel tekið af borgaryfirvöldum. Hófst undirbúningur af kappi. Haft var samráð við önnur ör- yrkjafélög og starfshópa á endurhæfinga- 10

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.