Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 8

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 8
koma í ljós fyrr en varði. Magnús Kjartansson er bjartsýnn þessa haustdaga 1973. Hann leggur þunga áherslu á að ákvæði herstöðvasamnings- ins séu skír. Uppsagnarfrestur er 6 mán- uðir. Að þeim tíma liðinum, getur hver samningsaðili sem er lýst samninginn úr gildi fallinn að liðnum 12 mánuðum í viðbót. Eins og sakir standa hafði ríkis- stjórnin tilkynnt stjórn U.S.A. opinber- lega að tímabil uppsagnarfrestsins hafi byrjað 25. júní og muni renna út 25. des- ember. Raunverulega var íslenska þjóðin nú nær því marki að losna við Atómstöðina í Keflavík, heldur en hún hafði nokkru sinni verið áður. Stjórnarflokkarnir stóðu saman um stjórnarsáttmálann. Margir ís- lendingar, sem höfðu verið áhugalitlir um herstöðvamálin, urðu nú mjög gagnrýnir og andvígir herstöðvasamningunum, þar sem herverndin sem herstöðvasinnar höfðu mest talið honum til réttlætingar, reyndist helber hræsni og yfirskin þegar á reyndi í þorskastríðinu við Breta. En því miður reyndist herstöðin á Miðnesheiði eiga marga og öfluga banda- menn, — jafnvel á ólíklegustu stöðum. Seinna var upplýst að á þessum tímamót- um lágu skjöl með nýjum áætlunum „Op- eration ísland“ á skrifborðum herranna í Brússel og Washington. Ráðuneytin í stjórn Ólafs Jóhannessonar verða brátt vör við hvert stefnir. í lok desember segir „Arbeiterbladet“ í Osló frá því að síðustu vikurnar hafi forsætisáðherra íslands ver- ið undir þrýstingi frá Nató. Næstu fréttir frá Osló: Háttsett norsk sendinefnd hefur átt löng viðtöl við íslenska stjórnmála- menn um öryggis-pólitískar afleiðingar af hugsanlegri lokun herstöðvarinnar í Kefla- vík. Pá var að hefjast innanlands einstak- lega útsmogin áróðursherferð þannig: Fjórtán íslendingar vel þekktir meðal herstöðvasinna hófu söfnun undirskrifta undir einkunnarorðunum „Varið land“. Nú er allra ráða neytt til að fá sem flest- ar undirskriftir. Stokkhólmsblaðið „Ny Dag“ lýsir ástand- inu þannig: „Fyrst er drepið á dyr. í fyrir- tækjum ganga atvinnurekendur persónu- lega milli starfsfólks með listana. Á elli- heimilum og sjúkrahúsum höfðu aldraðir og sjúkir verið undirbúnir.“ Hin erlendu afskipti af innanríkismál- um íslands eru nú komin á það stig að ekki var hægt að sitja aðgerðarlaus. Magnús Kjartansson fann sig knúinn til að vekja athygli á málinu á alþjóðlegum vettvangi. Hann telur þing Norðurlanda- ráðs æskilegan vettvang, og ákveður að leggja málið fyrir 22. þing Norðurlanda- fáðs, sem haldið er í Stokkhólmi 17. febr- úar 1974. Hann flutti mál sitt í almennum umræðum eftir að þing var sett. Hann sagði: „Þegar íslendingar- innleiddu hjá sér lýðveldi vorið 1944, var amerískur her í landinu, sem við höfum í raun ekki enn losnað við. Síðan 1951 er opinber amer- ísk herstöð á íslandi. Ég held að hver hugsandi maður geti skilið ástæður þær og tilfinningar sem rekur litla þjóð til að vilja lifa frjáls í eigin landi.“ „Um þessar mundir eru á íslandi ákafar umræður um þetta mál. Ég hef ekki í huga að gera það að útflutningsvöru. — En þó er ekki hægt að líta framhjá því að íslenska ríkis- stjórnin hefur notið mjög takmarkaðs stuðnings annarra Norðurlanda í þessu mikilvæga máli.“ Og hann bætir við: „Hvað norsku ríkisstjórnina varðar höf- um við þannig fengið alveg andstæð viðbrögð. í fyrsta lagi hefur hið borgara- lega ráðuneyti Korvalds í bréfi beðið þess innilega að herstöðin í Keflavík verði lát- in í friði, einnig í framtíðinni.“ Magnús 8

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.