Réttur


Réttur - 01.08.1988, Side 1

Réttur - 01.08.1988, Side 1
71. árgangur 1988 — 3. hefti Tveir sögulegir atburðir gerðust í lok septembermánaðar, annar aust- ur í Sovétríkjunum, hinn hér á voru landi. Austur í Moskvu tókst Gorbatshoff á fundi miðstjórnar flokks og á þingi að knýja fram stórbreytingar á forustu flokksins, þannig að all- margir afturhaldssinnaðir embættismenn viku úr sætum sínum fyrir yngri og róttækari mönnum. Tókst þetta giftusamlega og friðsamlega, þótt ýmsir erfiðleikar hafi auðvitað verið þar á. Vafalaust verður nú smátt og smátt reynt að koma á svipaðri skipan í hin- um sósíalísku löndunum og mun vissulega ekki af veita sumstaðar. En tví- mælalaust verður það að gerast með varúð og taka sinn tíma. — Það er gott að muna, að þegar „vorinu11 var á komið í Tékkóslóvakíu fyrir 20 árum þá sáu m.a.s. sumir forsprakkarnir og samstarfsmenn Dubceks, að of hratt varfarið, eins og Mlynar getur sérstaklega um í endurminningabók sinni. — Látum oss vona að þær nauðsynlegu breytingar, sem Gorbatshoff nú er að knýja fram,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.