Réttur


Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 2

Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 2
gerist meö þeim hætti aö eigi veröi af neinar hættulegar afleiöingar. Breyting- anna var vissulega löngu orðin brýn þörf. En einnig hér heima á íslandi urðu sögulegar og vonandi heillavæn- legar breytingar á ríkisstjórn. Ihaldið varð að víkja úr stjórn og við tóku Alþýðubandalagið, Alþýðu- flokkurinn og Framsókn, hvort um sig með 3 ráðherra. Og róttækari stefnu var heitið. Svo verður framtíöin að sýna, hvernig tekst að framkvæma þá stefnu. En mikill meirihluti þjóöarinnar fagnar hinni nýju stjórn, 65% segja skoðanakann- anir. Það er viö ramman reip aö draga, því enginn skyldi loka augunum fyrir því aö afturhaldsklíka auövaldsins í Bandaríkjunum lítur þessa þróun ekki hýru auga. Og svo er „arfurinn", sem nýjan stjórnin tekur viö, ofurskuldir sem braskarar „frjálshyggjunnar" hafa steypt landinu í — og ættu nú helst aö fá að borga sjálfir, þótt því miður muni til þess vanta nægilegt vald og hörku af þeirra hálfu, er viö taka. En margskonar endurbætur á hag alþýðu veröa vonandi knúöar fram, svo sem fyrirhugað er. En mestu erfiðleikarnir veröa aö reisa viö það atvinnulíf, sem braskarastjórnin var aö steypa í rúst — og þar þarf aö taka á meö öllum þeim krafti og jafnvel hörku, sem hin nýja stjórn á til. ísland er ríkt land, þótt því hafi verið steypt í skuldir, ríkt bæöi að hráefnum í sjó og á landi, svo og aö afli því sem í fossum og jöröu finnst. En tilhneiging braskaranna er að fá erlendum auðfyrirtækjum valdið og gróöann af þessum auðlindum eins og strax sýndi sig, er álhringnum var veitt gróðaaðstaöan fyrir 20 árum síöan. Og á öðrum tug aldarinnar var búiö aö selja erlendum auð- félögum flestalla fossa landsins. Til allrar hamingju tókst að gerbreyta þeirri sölu og bjarga þeirri auölind. En nú komu aftur upp tilhneigingar til að leyfa fleiri álhringi hér á landi og jafnvel farga fleiri auðlindum vorum. íslendingar! Verið á verði! ísland á að vera fyrir íslendinga!

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.