Réttur


Réttur - 01.08.1988, Side 3

Réttur - 01.08.1988, Side 3
PÁLL BERGÞÓRSSON: Ný móðuharðindi af mannavöldum Nú eru fjórir mánuðir liðnir síðan Kanadastjórn stóð fyrir fjölmennri ráð- stefnu í Toronto. Þar voru samankomnir meira en 300 vísindamenn og áhrifa- menn um stefnumótun frá 48 þjóðum. Sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna og ýmsar alþjóðlegar stofnanir tóku þátt í ráðstefnunni. Og um hvaða alvörumál ræddi allur þessi mannfjöldi? Þar var talað um ósýni- leg efni, sem oft er líkt við bókstaflega ekki neitt, andrúmsloftið á jörðinni. Al- vörumálið er það, að lofthjúpur jarðar- innar er að breytast af manna völdum. Sumir telja að þessar breytingar gangi næst þeim sem mætti vænta af kjarnorku- styrjöld. Mengun streymir út í gufuhvolf- ið, svo að aldrei hefur annað eins þekkst, jarðefni, einkum olía, eru brennd, en nýting eldsneytisins er slæm og auk þess bruðlað með það meira en hófi gegnir. Mikil fjölgun mannkynsins gerir málið enn örðugra viðfangs. Þessar breytingar ógna öryggi þjóðanna og hafa þegar haft skaðleg áhrif víða um lönd. í ályktun þessarar ráðstefnu er fullum fetum sagt, að hlýnun loftslags og hækkun sjávar- borðs muni hafa víðtæk áhrif, en vitneskja um þetta verði nú æ öruggari vegna sívax- andi kolsýru í loftinu og annarra loftteg- unda sem hafi svokölluð gróðurhúsáhrif. Ennfremur er bent á eyðingu ósonlagsins í gufuhvolfinu, en af því leiðir vaxandi skaða af útfjólubláu Ijósi sólarinnar. Þær spár sem eru taldar áreiðanlegastar benda til þess að alvarleg röskun geti orðið á efnahag og þjóðfélagsaðstæðum komandi kynslóða, en af henni leiði aftur víðsjár í Páll Bergþórssoi1

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.