Réttur - 01.08.1988, Side 10
hvernig álbræðslan drepur jurtalífið í
margra kílómetra fjarlægð. P»að er ekki
rannsakað ennþá hvaða skaða það eitur-
efni sem í sjóinn fer og sígur þar til botns,
gerir gagnvart uppeldisstöðvum fisksins.
Og samt vilja þrælar auðvaldsins fá fleiri
eitrandi verksmiðjur inn í landið, verka-
mönnum, sem í þeim vinna til heilsu-
tjóns, og lífinu í kring til voða.
Og mengunin er margvísleg. Útblástur
frá verksmiðjum og bílum eitra andrúms-
loftið, svo nú eru komin göt yfir bæði
Norður og Suður pól, þar sem drepandi
hiti og ljós geta streymt í gegn og valdið
óútreiknanlegu tjóni á öllu Iífi.
Dæmið um Brasilíu er veröld allri til
viðvörunar. Brasilía með sínum gífurlegu
frumskógum hefur verið einskonar lunga
mannkynsins. Jafnhliða hafa þessir frum-
skógar verið heimili frumstæðra indíána,
sem lifað hafa þarna löngum óáreittir. En
á síðustu áratugum hafa gróðafíknir auð-
menn tekið að höggva þessa skóga — og
sú stórhættulega eyðilegging gengur
fljótt, — en gefur mikinn gróða. Og það
er þó ekki hikað við að höggva indíánana
líka, ef þeir þrjóskast við að heimur
þeirra sé eyðilagður.
Og með upprætingu frumskóga Brasilíu
er verið að eyðileggja lungu mannkyns-
ins. En auðvaldið hugsar ekki um slíkt, ef
það bara græðir á því. Grípi mannkynið
ekki inn í og stöðvi þessa eyðingu, þá er
hér enn einu sinni verið að vega að rótum
mannlífsins á jöröinni í gróðaskyni.
Pað er vissulega tími til kominn að
stöðva þennan glæp. En þá verður
mannkynið fyrst að vita hvað í húfi er —
og taka sér það vald sem þarf til að bjarga
lífinu, gera mönnunum mögulegt að
draga andann.
Pannig mætti taka hvert dæmið af öðru
til að sýna, hver hætta vofir yfir
mannkyninu, ef auðvald heims fær á öll-
um sviðum að fara sínu fram án tillits til
alls nema gróðans.
Tekst sósíalismanum að sigra
í tíma — eða...
Auðvaldið er með hverju ári sem líður
að eyðileggja grundvöll heilbrigðs líf's á
jörðinni. Takist ekki að opna augu al-
mennings fyrir þessari hættu, er voðinn
vís. Og vér mennirnir höfum ekki ótak-
markaðan tíma til þess að bjarga jörðinni
og okkur sjálfum.
Þótt sósíalisminn á þessari öld og vafa-
laust langt fram á næstu, komi fyrst og
fremst fram sem sterkt baráttuvald, þá
verðum við að muna að sósíalisminn er í
eðli sínu og framtíðar hugsjón vorri fyrst
og fremst þjóðfélag bræðralags og jafnað-
ar allra manna. Sósíalisminn getur, eftir
að hann hefur sigrað á jörðinni, tryggt ör-
ugga afkomu allra jarðarbúa, — þar sem
tugir milljóna eru nú drepnir úr sulti ár-
lega vegna kúgunar kapítalismans. Sósíal-
isminn myndi, er hann liefur sigrað,
tryggja varðveislu náttúruauðæfanna, því
takmark hans er velferð mannanna, en
ekki ofsagróði einstakra auðdrottna. Og
með sigri sósíalismans tækist að gera
mennina betri, fá þá til að hugsa um vel-
ferð hvers annars, (eins og Jesús frá
Nasaret boðaði), en útrýma hinni lífs-
hættulegu gróðagirnd, sem nú ógnar til-
veru lífsins á jörðinni.
Auðvaldið hefur einskis svifist til aö
hindra framgang sósíalismans. Múgmorð
stríðanna hafa ekki veriö eina aðferðin.
Hundruö einstaklinga sem auðvaldið hef-
ur óttast, hafa og orðið að láta lífið, ekki
106