Réttur


Réttur - 01.08.1988, Page 12

Réttur - 01.08.1988, Page 12
ÍSAK BABEL: Kossinn í ágústbyrjun sendi herstjórnin okkur til Búdjatitsjí með það fyrir augum að endurskipuleggja liðið. Pólverjar höfðu hertekið staðinn í upphafi stríðsins, en okkar menn náðu honum brátt aftur. Herdeildin hóf innreið sína í þorpið við sólarupprás, ég kom þangað um hádegis- bil. Þá hafði bestu íbúðunum þegar verið úthlutað og ég varð að láta mér lynda hús skólakennarans. I herbergi þar sem lágt var til lofts og sítrónur uxu á trjám í pott- um sat gamall, lamaður maður í hæginda- stól. Hann hafði týrólahatt á höfði, með fjöður í, grátt skegg niður á bringu og var allur útataður í tóbaksösku. Hann depl- aði augunum í sífellu og tautaði eitthvað lágum bænarrómi. Pegar ég hafði þvegið mér fór ég út að ráðgast við yfirmenn mína og kom ekki aftur fyrren um kvöldið. Aðstoðarmaður minn Misja Súr- oftsef, kósakki frá Orenburg, kynnt mér aðstæður. Auk lamaða kennarans voru í heimili dóttir hans, Elísabet Tomilína, og fimm ára sonur hennar, sem hét Misja einsog aðstoðarmaður minn. Dóttirin var ekkja liðsforingja sem drepinn hafði ver- ið í þýska stríðinu. Hún var siðprúð, en að sögn Súroftsefs ekki frábitin því að sýna góðum manni almennilegheit. — Ég skal sjá um það, sagði hann og gekk fram í eldhús. Þar fór hann að skarka með pottum og pönnum, dóttir kennarans kom honum til aðstoðar. Ylir eldamennskunni sagði hann henni frá hreysti minni, að ég hefði slegið tvo pólska liðsforingja af baki og að sovéska stjórnin hefði miklar mætur á mér. Tomi- lína svaraði dræmt, lágum rómi. — Hvar sefurðu? spurði Súroftsef hana að skilnaði. Þú ættir að leggjast ná- lægt okkur, við erum fjörugir karlar... Hann kom inn í herbergið með risa- stóra pönnu fulla af steiktum eggjum og setti hana á borðið. — Hún er til í tuskið, sagði hann um leið og hann settist. En segir það ekki upphátt. í sömu andrá barst niðurbælt hvískur, skrölt, og varfærnislegt fótatak um húsið. Áður en við lukum máltíðinni varð ekki þverfótað fyrir gömlum mönnum með hækjur og gömlum konum með mörg sjöl vafin um höfuð sér. Barnarúmið var dregið inn í stofuna, til afans og sítrónutrjánna. Þessir hrumu gestir sem bjuggust til að verja heiður Elísabetar hímdu í hnapp við dyrnar einsog sauðfé í óveðri, spiluðu á spil alla nóttina, hávaðalaust, hvísluðu sagnirnar, og stirðnuðu upp í hvert sinn sem eitthvað bærðist. Handan við þær dyr varð mér ekki svefns auðið sökum óþægi- nda og skömmustu, og ég beið dögunar fullur óþreyju. — Ég vil að þér vitið, sagði ég þegar ég mætti Tomilínu á ganginum, að ég hef lokið námi í lögfræði og telst til svokall- aðra menntamanna... Hún stóð frammi fyrir mér stjörf af ótta, lét armana síga og kjóllinn hennar var gamaldags en féll að grönnum líkama hennar einsog steyptur. Hún horfði bcint framan í mig uppglenntum, tárvotum og 108

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.