Réttur - 01.08.1988, Side 14
Mætið hjá deildarforingjanum þegar í
stað.
Ég hljóp út húfulaus og stakk pappír-
unum í vasa mína á leiðinni. Verið var að
leiða hestana út úr húsagörðunum, ridd-
araliðsmenn æddu um og æptu í myrkr-
inu. Deildarforinginn klæddi sig í frakk-
ann meðan hann sagði okkur að Pólverjar
hefðu brotist gegnum víglínuna í grennd
við Lúblín og að okkur hefði verið falið
að ráðast á þá frá hlið. Árásin átti að hefj-
ast eftir klukkustund.
Gamli maðurinn hafði vaknað og
horfði á mig órólegur undan laufkrónu
sítrónutrésins.
— Þér lofið að koma aftur, sagði hann
og tinaði.
Elísabet brá sér í pelsjakka utan yfir
léreftsnáttkjólinn og kom út til að kveðja.
Ósýnilegur herflokkur þaut framhjá okk-
ur í myrkrinu. Við vegamótin leit ég um
öxl. Tomilína laut yfir drenginn sem stóð
fyrir framan hana og var að hneppa jakk-
anum hans. Lampaljósið úr glugganum
lék flöktandi um blíðlegan, grannan
hnakka hennar.
Þegar við höfðum riðið hundrað kíló-
metra leið án hvíldar sameinuðumst við
fjórtándu deild og hófum aðgerðirnar.
Við sváfum í hnökkunum. Á áningar-
stöðunum 'bar svefninn okkur ofurliði og
við duttum af baki og hestarnir rykktu í
taumana og drógu okkur sofandi yfir
slegna akra. Tekið var að hausta og
hljóðlátt regn streymdi yfir okkur án
afláts. Við mynduöum samvaxinn, þöglan
og slæptan hóp, þvældumst um, fórum í
hringi, gengum í gildru Pólverja og út úr
henni altur. Við glötuðum tímaskyninu.
Kvöld nokkurt, er við bjuggumst til
hvíldar í kirkju, hafði ég ekki hugmynd
um að við værum staddir í aðeins níu
rasta fjarlægð frá Búdjatitsjí. Súroftsef
benti mér á það. Við horfðumst í augu.
— Verst að hestarnir skuli vera svona
þreyttir, sagði hann glaðlega. Annars
hefðum við geta skroppið þangað.
— Útilokað, sagði ég. Pví yrði veitt
eftitekt í nótt.
Svo lögðum við af stað. Við spenntum
gjafir á hnakkbogana: sykur, skinnkápu
og lifandi tveggja vikna kiðling. Vegurinn
lá um vindbarinn votan skóg, stálstjarna
reikaði milli eikarkrónanna. Eftir tæpa
klukkustund vorum við komnir á leiðar-
enda. Miðbik þorpsins hafði brunnið og
þar var kraðak af rykugum vörubílum,
byssuvögnum og brotnum vagnstöngum.
Án þess að fara af baki bankaði ég á
kunnuglegan glugga og hvítt ský leið um
herbergið. Tomilína hljóp út á dyrapall-
inn, klædd sama náttkjólnum með lösnu
knipplingunum. Hún tók hönd mína í
sína heitu hönd og leiddi mig inn í húsið.
í stofunni hengu karlmannanærföt til
þerris á brotnum greinum sítrónutrjánna
og ókunnir menn sváfu á beddum sem
stóðu þétt saman einsog á herspítala.
Óhreinir fætur þeirra gægðust undan
teppunum og á andlitum þeirra voru
stirðnaðar grettur, þeir æptu hásir upp úr
svefninum og andardráttur þeirra var
áfergjulegur og hávær. Herfangsnefnd
okkar hafði lagt undir sig húsið. Tomilín-
fjölskuldan varð að gera sér að góðu að
hírast í einu herbergi.
— Hvenær ætliö þið að sækja okkur?
spurði Elísabet og þrýsti hönd mína.
Gamli maðurinn vaknaði og hristi
höfuðiö. Misja Iitli faðmaði að sér kiðl-
inginn og hló hljóðlátum hamingjuhlátri.
Yfir hann gnæfði Súroftsef sem dró
hróðugur upp úr vösum sinna víðu.kós-
akkabuxna spora, gataðar myntir og
flautu í fléttaðri, gulri snúru. í þessu húsi,
herteknu af herfangsnefndinni, var hvergi
110