Réttur - 01.08.1988, Qupperneq 18
vopnakaup en þaö hefði þýtt óheyrilegan
gróðamissi fyrir vopnaframleiðendur a.m.k.
um stundarsakir. Það er nauðsynlegt að
ítreka, að hergögn í Bandaríkjunum eru
ekki framleidd í ríkisfyrirtækjum, heldur
einkafyrirtækjum, sem síðan selja stjórn
Bandaríkjanna eða öðrum ríkjum vopna-
búnaðinn. í löndum Vestur-Evrópu eru
þau ýmist framleidd af einkafyrirtækjum
einum eða ríkið á hlut í þeim.
Eitthvað varð að gera og nú voru góð
ráð dýr. Sem betur fór fyrir vopnafram-
leiðendur tókst þeim brátt að stinga
Trúmann forseta í vasa sinn og tryggja
síðan endurkosningu hans með ríflegum
framlögum í kosningasjóði. Síðan var far-
ið að predika nauðsyn þess að Bandaríkin
hefðu herstöðvar um víða veröld og
byggja þær nýjustu vopnum til að tryggja
frið og frelsi um alla framtíð. Tilmælin
um bækistöðvar á íslandi voru aðeins ein
af mörgum og ekkert sérstök í sjálfu sér.
Hér vildi hinsvegar svo óhönduglega til
að Islendingar höfðu fyrir aðeins rúmu ári
endurheimt fullt sjálfstæði eftir nær 7 alda
undirokun. Og slík krafa féll því ekki í
góðan jarðveg meðal almennings og síst
þar sem Bandaríkin höfðu áður lofað því
hátíðlega að hverfa burt með allan her
sinn undir eins og styrjöldinni lyki. Það er
þó misskilningur að halda að Islendingar
hafi verið á móti þessum tilmælum Banda-
ríkjanna. í forystugrein í dagblaðinu Vísi
27. október 1945 segir m.a. um þetta:
„Sýnist með öllu ástæðulaust að verða
ekki við slíkum tilmælum. Fjarri öllu
lagi er að efna til áróðurs gegn mála-
leitunum þessara þjóða, þótt nærri
hagsmunum okkar kunni gengið. Vilj-
um við tryggja framtíðarhag okkar
verðum við aö beina viðskiptum okkar
til vesturs með því að Evrópumarkað-
urinn virðist vera mjög ótryggur".
Þetta sjónarmið er út af fyrir sig einkar
skiljanlegt. Á íslandi hafði nefnilega það
sama gerst og í Bandaríkjunum, ýmsir
höfðu grætt á stríðinu, að vísu í milljón
sinnum minni stíl, en samt, — og þetta
blessaða fólk sá fram á dapurlega tíð,
þegar ekki var lengur neinn stríðsgróð-
inn. Þetta átti ekki síst við um ýmsa kaup-
sýslumenn og iðnmeistara, sem í stríðinu
höfðu verið að byrja að koma undir sig
fótunum sem verktakar. Fyrir þessa aðila
þýddu nýjar herstöðvar ekkert annað en
aukin verkefni. En þessir sömu aðilar
voru enn ekki orönir nógu áhrifamiklir í
þingflokkunum, til þess að sigrast á þeirri
afdráttarlausu og óhagsýnu þjóðernis-
kennd, sem enn var ríkjandi árið eftir
stofnun lýðveldisins. Sem dæmi um hana
má nefna grein sem Halldór Laxness
skrifaði strax í október 1945, en þar mun
hann fyrstur allra nota orðið landráða-
maður um sporgöngumenn Bandaríkj-
anna hér á landi:
„Sá íslenskur valdamaður, sem vill af-
henda landið til sóknar eða varnar
ákveðnum stríðsaðila í næsta stríði er
ekki aöeins landráðamaður í þeirri
gömlu góðu merkingu þess orðs, held-
ur hlýtur hann einnig að vilja dauða ís-
lensku þjóðarinnar. Um lcið og vér af-
hendum væntanlegum aðila í næsta
heimsstríði landsréttindi á Islandi, höf-
uin vér undirskrifað dauðadóm ís-
lensku þjóðarinnar í bókstaflegri
merkingu."
Og í næsta mánuði orti Jóhannes úr
Kötlum ljóðið:
„Eiður vor“:
„Vér stöndum hver einasti einn
um ísland hinn skylduf>a vörð:
af hjarta vér leggjum nú hönd
á heilaga jörð
114