Réttur


Réttur - 01.08.1988, Side 19

Réttur - 01.08.1988, Side 19
og sverjum að sameinast best þess sál þegar hættan er mest hver einasti einn. Gegn kalsi um framandi kvöð skal kynstofninn sjálfum sér trúr í landhelgi rísa við loft sem lifandi múr. Og heldur en hopa um spönn vér herðum á fórn vorri og önn hver einasti einn. Þótt særi oss silfur og gull, þótt sœki að oss vá eða grand vér neitum að sœttast á svik og selja vort land. A fulltingi frelsisins enn vér festum vort traust eins og menn hver einasti einn. Enn eitt dæmi um þessa óhagsýnu þjóðernisvitund er ræða, sem séra Sigur- björn Einarsson flutti í 1. maí dagskrá Alþýðusambands íslands í útvarpinu vor- ið eftir. f»ar sagði hann m.a.: „Eitt er það mál, sem undanfarnar vikur og mánuði hefur verið ofar á dagskrá okkar íslendinga en önnur og ekki að tilefnislausu. En það er her- stöðvamálið svokallaða eða sjálfstæðis- mál okkar. Má vera að einhverjum finnist það hálfvegis út í hött, að taka þetta mál einkum til meðferðar nú, þjóðin sé þegar búin að afgreiða það eða ríkisstjórnin fyrir hennar hönd, eftir því sem forsætisráðherra hefur Iýst yfir svo sem skemmst er að minnast. Góð var sú yfirlýsing, satt er það. En ekki er þetta mál þar fyrir út- kljáð eða úr sögunni. Það skyldi eng- inn halda og þeir sem það kunna að hugsa eru ekki fróðir um það hvaða mál hæst ber á góma manna á meðal né hvernig það mál er rætt. Við höfum nú í nokkur ár verið all- mikil gróðaþjóð; þau undur hafa skeð að íslendingar eru rík þjóð. Þá kemur upp úr kafinu að við eigum ekki bja.g- arvon, nema með því móti að selja af höndum landsréttindi og tefla í full- komna tvísýnu því sjálfstæði, sem við liðum mest fyrir að eiga ekki og megin- orka þjóðarinnar í nærfellt hálfa aðra öld hefur farið í að endurheimta. Það sem ísum og eldi, áþján og sóttum tókst ekki á sex öldum, ættu þá alls- nægtir og auðsæld að hafa gert á sex árum. Það er að blása úr okkur mannrænunni. Við getum ekki gert sjálfum okkur og niðjum okkar verri málspjöll en þau að gera ísland vilj- andi að víghreiðri. Við eigum einn bandamann íslendingar og aðeins einn, sem aldrei bregst okkur og það er rétturinn, rétturinn að guðs lögum til þessa lands. Ef við bregðumst rétt- inum sjálfir, förum að leggja hann undir í alþjóðlegu glæfraspili, þá höf- um við svikið sjálfa okkur í tryggðum. Og hvers virði eru þá annarra þjóða tryggingar, ábyrgðir og skuldbinding- ar. En þeir sem af ótta við Rússa vilja flana í fangið á Ameríku minna mig á óheppna fjallgöngumenn, sem hlaup- ast fyrir björg af ótta við tröllin í þok- unni“. Keflavíkursamningurinn Tilmælum Bandaríkjastjórnar var því hafnað að þessu sinni. Og formanni Sjálf- stæðisflokksins þótti sigurvænlegast fyrir kosningar sumarið eftir að lýsa því yl'ir að það væri skýrt og tvímælalaust að á friðar- tímum vildu íslendingar ekki hafa hern- aðarbækistöðvar í landi sínu. Hið sama gerðu aðrir flokkar með ýmsum áhersl- 115

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.