Réttur


Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 20

Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 20
um. Og kosningarnar breyttu litlu um flokkafylgi. Haustiö eftir var hinsvegar geröur samningur um áframhaldandi af- not Bandaríkjamanna af Keflavíkurflug- velli, þótt einkennisbúinn her færi úr landinu. Þetta var hinn svonefndi Kefla- víkursamningur. Halldór Laxness sagði í ræöu meðan samningurinn lá enn fyrir Alþingi: „Vilji Bandaríkjastjórn gera Kefla- víkurflugvöll aö sérréttindasvæði sínu og takmarka íslendinga til forráða þar, þá biður íslenska þjóðin þetta útlenda ríki að sprengja heldur þennan flugvöll í loft upp. Vér íslendingar viljum hafa óskoraðan forráðarétt yfir landi voru öllu, ekki yfir íslandi að undanteknum Keflavíkurflugvelli eða þeim öðrum stöðum innanlands, sem kunna að verða krafðir af okkur í næstu lotu. Eftirgjöf á þessum rétti hvort heldur í smáu eða stóru táknar uppgjöf íslensks sjálfstæðis. Engin þjóð getur samið af sér réttinn til að ráða yfir landi sínu, það er andstætt náttúrunni að nokkur þjóð geti nokkru sinni viðurkennt slíkt réttindaafsal. Þeir sem semja slíkan rétt af þjóðinni heita landráðamenn hvort heldur þeir skríða saman fleiri eða færri. Nú engu síður en 1262. Aðeins með ofbeldi getur erlent herveldi rænt þjóðina þessum rétti.“ Alþýðusamband Islands efndi til eins dags allsherjarvekfalls um land allt til að mótmæla samningnum og hélt stærsta mótmælafund, sem sést hafði á Lækjar- torgi. BSRB boðaði til aukaþings og krafðist þjóðaratkvæðis um málið. En allt kom fyrir ekki og samningurinn var af- greiddur á Alþingi með 32 atkvæðum gegn 19. Á móti voru 10 þingmenn sósíal- ista, 7 Framsóknarmenn og 2 Alþýðu- flokksmenn. Nýsköpunarstjórnin sprakk á þessu máli og svonefnd Stefanía tók við. Og nú fengu fyrstu íslensku smá- verktakarnir aðstöðu á vellinum ásamt Olíufélaginu h.f. í tilefni af þessum mála- lokum orti Ólafur Jóhann Sigurðsson Ijóðið: 2 ár: 1944 Morgunroði á runnum, rauður bjarmi á tindum, huldublœr á brunnum björgum hrauns og fjalls, skýjalog í lindum, Ijómi yfir heiðum Hörpuvatnadals. 1946 Hrím á hljóðum runnum, hrollköld þoka á tindum, dauðablœr á brunnum björgum hrauns og fjalls, slokkna log í lindum, lœðist sorg um heiðar, sorg um hlíð og heiðar H örpu vatnadals. Snemma árs 1947 hleyptu vopnafram- leiðendur kalda stríðinu af stokkunum af fullum krafti. Bankar þeirra höfðu þá eignast hluti í flcstum helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna, blöðum, útvarpi og hinu spánýja sjónvarpi. Prédikun kalda stríðs- ins var í aðalatriðum sú að auka þyrfti vígbúnaö um allan helming og koma upp herbækistöðvum hvarvetna um heiminn til að verjast yfirgangi Rússa. Það er vissulega mála sannast að framferði sovét- stjórnarinnar var á mörgum sviðum hið viöurstyggilegasta, bæði heima fyrir og í löndum Austur-Evrópu, en að Banda- ríkjunum eða Vestur-Evrópu hafi stafað 116

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.