Réttur - 01.08.1988, Page 25
mjög snemma, sem fólk fer að gruna að
ekki sé allt með felldu um það hver séu
áhugamál og áform Bandaríkjanna. Strax
eftir að þeir koma hingað 1941 þá er gerð
samþykkt í ríkisstjórninni um að hleypa
bandaríska hernum inn í landið, af sum-
um kölluð þvingunarsamþykkt. Stuttu
síðar berst ákaflega hugljúft skeyti frá
Roosevelt Bandaríkjaforseta til ríkis-
stjórnar íslands og það er nokkrar línur
sem hljóða svo:
„í Ijósi sameiginlegs uppruna og
sameiginlegra hugsjóna ber ég traust
til þess að vernd sú á óskertu umráða-
svæði íslands og stjórnmálasjálfstæði
þess, sem við höfum tekist á hendur
gegn öflum, sem eru nú að leitast við
að gera að cngu sameiginlegar hug-
sjónir okkar muni skapa tækifæri til að
treysta jafnvel enn betur þau bönd,
sem nú tengja íslensku þjóðina og
Bandaríkin".
Og manni kemur strax til hugar að
þessi „bönd“ séu áform Bandaríkjanna
um að taka sér meira fyrir hendur heldur
en vera hérna til stríðsloka. Enda kom
það á daginn. Mér kemur alltaf til hugar
þegar minnst er á 1944, þegar fsland
verður að sjálfstæðu ríki, það sem Jón
Rafnsson orti rétt eftir lýðveldishátíðina
1944.
Það hljóðar svo:
„Eftir margra alda helsi
endurheimti þjáðin frelsi.
Þá var fagur eiður unninn,
íslendingur, mundu það.
En í sama andartaki
ofin svik að tjaldabaki,
eins og fyrr af auðsins þýi.
íslendingur, mundu það.
Þetta voru í raun og veru spádómsorð
og það kom fljótt í Ijós að strax eftir lýð-
veldishátíðina, sem gladdi nú margan, þá
byrjaði ásókn Bandaríkjanna að ná hér
varanlegum herstöðvuni og þá er það
Keflavíkursamningurinn, sem byrjað er
með.
Ragnar: Það kemur fram hjá ykkur
hvað verkalýðshreyfingin hafi verið mikið
inni í baráttunni. Hvað var það, sem
gerði það að verkum að menn voru á móti
hernum. Það er ekki bara það sem talað
er um sem þjóðernisást eða annað slíkt?
Jón Múli: Það var auðvitað verkalýðs-
hreyfingin og forustumenn hennar t.d.
Stefán Ögmundsson, sem hér situr, sem
höfðu unnið góðan starfa að því að upplýsa
verkalýðshreyfinguna á íslandi og ís-
lenska alþýðu um eðli kapítalistanna og
það voru skáld og menntamenn, sem
höfðu sig mikið í frammi til að vara við
hernámi og Nató fvrir árið 1949. Skáld og
menntamenn og verkalýðshreyfingin voru
löngu fyrr byrjaðir að vara við þessu og
fjöldi þess fólks, sem við köllum þjóð-
holla íslendinga. Stefán var hérna áðan
Jón Múli Árnuson
121