Réttur - 01.08.1988, Qupperneq 27
þingflokkanna, aðallega held ég að við
höfum óskað eftir samtali við forseta
sameinaðs Alþingis til þess að taka við
ályktun fundarins, en það fékkst ekki, og
að síðustu óskuðum við eftir því að tala
við Sigurð Guðnason og afhentum hon-
um samþykktina. Hann fékk ekki að lesa
hana upp öðru vísi en í ræðu, sem hann
flutti í þinginu.
Þjóðaratkvæðis krafist
Ragnar: Og hver var krafa ykkar?
Stefán: Krafa okkar var sú, eins og seg-
ir í útifundarfregnmiðanum frá okkur:
„Fundurinn er boðaður af Fulltrúaráði
verkalýðsfélaganna og Dagsbrún til þess
að krefjast þess að tækifæri gefist til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um inngöngu íslands
í hernaðarbandalag Norðuratlantshafs-
ríkja, enn einu sinni, áður en Alþingi hef-
ur tekið fullnaðarákvörðun um málið“.
Þetta cr í samræmi við bæði þennan ræðu-
stúf, sem ég flutti þarna og samþykktina
sem gerð var. Það var krafan um þjóðar-
atkvæði.
Ragnar: Höfðuð þið einhverja von um
að meirihluti þingmanna kynni að fallast
á þessa kröfu um þjóðaratkvæði?
Stefán: Maður vissi að það var tvískinn-
ungur í Alþýðuflokknum og Framsóknar-
flokknum svo ekki var hægt að segja um
það fyrirfram, hvernig Iressu yrði tekið,
en ég býst nú við að maður hafi verið
frekar svartsýnn á að það yrði tekið vel
undir þessa ósk, á sama hátt og þegar við
skoruðum á Alþingi að fella Keflavíkur-
samninginn.
Enn syng ég gamalt stef
við þinn sœngurstokk í kvöld,
er sólin rennur langt að fjallabaki
ttni þá sem sitja sléttir
og slóttugir við völd
og sleppa aldrei neinu fantataki.
Morðingjar heimsins
og myrkraverka her
munu reyna að draga úr þér kjarkinn
en gleymdu því samt aldrei
að meira en maklegt er
að á mörgum þeirra
höggvist sundur barkinn.
(Þetta var úr „Vöggukvæði róttækrar
móður“ eftir Böðvar Guðmundsson).
Ragnar: Þegar þið komuð frá fundinum
við Miðbæjarskólann, hvernig var að-
koman á Austurvelli?
Skólaföt og stríðsgallar
Ólafur: Við fylgdum eftir þeim Stefáni
Ögmundssyni að Alþingishúsinu, við sem
tókum þátt í fundinum við Miðbæjarskól-
ann. Og þegar við komum þangað var
Stefún Ógmunds.son
I
123