Réttur - 01.08.1988, Side 32
Þingmenn í stofufangelsi
Ragnar: Upphaf átakanna, kom það
ykkur einhvernveginn svona fyrir sjónir
eins og hér var áðan lýst?
Jón Múli: Ég verð nú að játa það, að ég
var ekki á fundinum við Miðbæjarskól-
ann. Það var af þeim ástæðum að ég hafði
verið á vakt í útvarpinu þennan morgun
og var þulur í hádegisútvarpinu og var að
lesa fréttir, sem fjölluðu mest um þetta,
svo og tilkynninguna og áskoranir frá
ríkisstjórninni til borgarbúa um að koma
á Austurvöll. Þegar hádegisútvarpinu
lauk fór ég heim vestur á Hringbraut. Ég
átti þá heima í Goðahúsunum. Þá var
bærinn undirlagður af áróðri fyrir þessum
fundi, t.d. þegar ég kom vestur á Bræðra-
borgarstíg þá koma 4 Heimdellingar í bíl
með þetta skjal, sem þú varst að lesa
hérna um áskorun að koma á fundinn,
þar sem kommúnistar, sennilega ég, ætia
að kollvarpa stjórninni og annað eftir því.
Ég fór heim að borða og svo fórum við
hjónin niður eftir. Við vorum ekki komin
fyrr en kl. að ganga þrjú niður á Austur-
völl.
Og þegar við komum niður Túngötu í
Kirkjustræti, þá virðist vera mannþröng á
Austurvelii. Fjöldi fólks fyrir framan Al-
þingishúsið; þessir menn, sem verið var
að tala um áðan og svo Austurvöllurinn
allur fullur af fólki. Þó er nú ekki fleira
fólk þar, þegar við komum, að það er
greiðfært yfir völlinn, bæði yfir túnblett-
ina og á gangstígunum. Við fórum beint
út að styttu Jóns Sigurðssonar á miöjum
vellinum. Þaðan mátti nú fylgjast með því
sem var að gerast. Þá voru strákar að gera
hasar í löggunni eins og tíðkast þegar
löggan er búin að stilla sér upp með
hjálma og kylfur svona líkt og gerðist á
gamlárskvöld í gamla daga og náttúrlega
verið að henda skít og eggjum í Heim-
dellinga, því margir höfðu nú lært það af
þeim sjálfum að beita slíkum aðferðum á
útifundum.
Fólkið á Austurvelli, þetta var frið-
semdarfólk. Þetta var miídu líkara sam-
komu, t.d. þegar lúðrasveitin spilar á
Austurvelli að því undanskildu, að það
var töluverður hamagangur í kringum
lögguna. Löggan var alltaf lögga. Hún var
að ýta ágengustu strákunum frá þarna og
þeir sóttu strax að henni aftur. Og það
eina sem ég heyröi af hrópum, það var
Stefán Ögmundsson, sem var að kalla í
hátalara. Sennilega hefur hann verið
þarna á jeppa uppi á gangstéttinni nálægt
gamla húsinu, seni búið er aö flytja núna
upp í Árbæ. Þar var Stefán að segja frá
því, sem gerst hal'ði á fundinum og því,
sem gerst hafði, þegar hann og félagi hans
komu með ályktun fundarins niður að Al-
þingishúsi, líka sagði hann frá því hvað
væri að gerast inni í húsinu; m.a. sagði
Stefán Ögmundsson frá því að þingmenn
Sósíalistaflokksins væru eiginlega í stofu-
fangelsi inni í Alþingishúsinu.
Þetta þjark þarna framan við húsið
gekk nokkuð lengi og var svo fjarri því að
vera í nokkrum uppreisnar- eða bylting-
arstíl. Þetta var svona meira eins og þegar
strákar eru að gera hasar. En þegar svo
lögreglan er að ýta frá sér og skapa sér
rými, eins og Ólafur var að segja áðan, þá
er lögreglan auðvitað að undirbúa það að
þessi sveit Heimdellinga, hvítliðanna
svokölluðu, sem Jón Böðvarsson var að
scgja okkur frá áðan, geti farið að taka til
starfa. Ég vil taka það fram að ég tel Jón
ekki hvítliða. Hvítliðarnir voru í mínum
augum þeir, sem voru með hjálma
og kylfur og biðu eftir að gera útrásina úr
Alþingishúsinu. Þeir, sem stóðu undir
gaflinum á Alþingishúsinu, það var svona
mest friðsemdarfólk, venjulegir Heim-
128