Réttur


Réttur - 01.08.1988, Page 36

Réttur - 01.08.1988, Page 36
ég sá ekki betur. Nú hörfar fóik undan slíku, þegar ráðist er á það með kylfum og það er dálítill óhugnaður að sjá menn koma með stálhjálma og kylfur; þeir verða miklu garpslegri, heldur en þeir eru í raun og veru. Petta voru ekki kunnáttu- menn í þessu fagi, þeir hafa sjálfsagt, strákarnir, verið skíthræddir, miklu hræddari en þeir sem urðu fyrir höggum úti á vellinum, því það er búið að æsa þá upp þarna inni. Enda er árásin örstutt. Þeir fremstu ná út að styttu, kannski ör- lítið lengra, aðeins út frá stéttinni, sem liggur beint að aðaldyrum Alþingishúss- ins og síðan hverfur hópurinn til baka. Um leið er táragasinu fleygt. Það er búið að ná árangri með þessari árás. Ragnar: En eitthvað hefur nú verið tekið á móti þeim? Jón Múli: Þú getur rétt ímyndað þér hvort menn og konur verði ekki dálítið reið, þegar ráðist er á saklaust fólk og barið, og það þarf enginn að vera hissa að menn grípa þá þau vopn, sem næst eru. Ef þeir ná ekki kylfum af þessum mönrium, þá þau vopn sem næst eru til þess að lúskra á þessum skríl, þar á meðal hellurnar, sem voru við gangstéttarnar þarna. Það voru hraunhellur, sem höfðu verið þarna til skrauts, við blómabeðin, sem notuð höfðu verið til þess að henda skít í Heimdellinga. Nú voru grjóthell- urnar náttúrlega teknar upp og látnar fjúka. Eg lái engum að taka sér stein í hönd, þegar búið er að bcrja hann í haus- inn með kylfu. Ragnar: En livaö með pólitíkusana inni í þinghúsinu? Sást ekkert meira til þeirra, eftir að bardaginn byrjaði? Stefán: Það var ekki fyrr cn seinna, aö þeir fóru að reyna að koma sér ýmist út á Hótel Borg eða í bílum heim til sín, sem maöur sá þá. En annars vcrð ég að segja það í framhaldi af þessu, að óeirðirnar 30. mars 1949, hljóta hvernig sem á er lit- ið að skrifast á reikning þeirra, sem undirbjuggu árásir lögreglu og hvítliða á þessa friðsömu borgara, sem þeir kölluðu á vettvang og réðust síðan á með bar- smíðum og táragasi. Ég held að slík gest- risni, íslensk gestrisni, sé áreiðanlega einsdæmi í sögu þjóðarinnar. Ólafur: Jú, menn rifjuðu það upp á þessum tíma hvílíkir viðburðir heföu skeð þarna á vellinum, ef þeir hefðu verið undirbúnir af Sósíalistaflokknum og verkalýðshreyfingunni og notast við það varnarlið verkalýðsins, sem áður hafði verið komið upp gegn nasistum fyrir stríð þegar þeir voru að abbast upp á verkalýð- inn, og komið var upp sveit af hraustum mönnum, sjómönnum og verkamönnum við höfnina. Ef það hefðu verið tvö til þrjú hundruð manns, t.d. af því liði ámóta vopnaðir og þessir Heimdellingar og nægilegur undirbúningur þá geta menn gert sér grein l'yrir því hvernig hefði farið fyrir blessaðri lögreglunni okkar og þess- um skólabræðrum mínum og fleirum, sem voru í hvítaliðinu. Svo það er í raun og veru allt að þakka því undirbúnings- leysi að ekki varð um skakkaföll að ræða þennan dag, eins og liggur í hlutarins eöli, ef að menn heföu komið þarna til þess að láta til skarar skríða. I'eir kunnu sitt fag Jón Múli: Það var vcgna þess, að við þekktum ekki stéttaróvininn, við gerðum okkur ekki grein fyrir því, að þeir væru orðnir svona þroskaðir, eins og segir í frægri bók, að þeir væru farnir að beita hvítu grimmdaræði, þó við hefðum átt að vita það. Ég hef aldrei heyrt annað en að þeir sem skipulögðu þcssa próvókasjón kunnu sitt fag, sem sagt forustumenn 132

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.