Réttur - 01.08.1988, Síða 37
Við lok átakanna á Austurvelli.
ríkisstjórnarinnar, einkum í Sjálfstæðis-
flokknum. En þetta var allt greinilega
undirbúið til þess arna. Því miður vantaði
þessa fylkingu, sem gekk með rauðu fán-
ana í gamla daga, varnarlið verkalýðsins
með rauðu fánarna á snyrtilegum flagg-
stöngum, sem voru svona tvö fet með
linúð í endann.
Ég þykist viss um að þeir sem hjálpuðu
forustumönnum stjórnarflokkanna, að
undirbúa þessa atburði, þeir kunnu alveg
sitt fag. Það hefur verið sagt, að forustu-
menn þessara flokka hafi lært sitt fag í
Þýskalandi, það þarf ekkert að vera, að
vísu hafa náttúrlega veriö góðir kennarar
í þessu þar. En bandaríski herinn hafði
hér sína fulltrúa og kapítalistarnir í
Bandaríkjunum þeir voru fyrir löngu
búnir að fullkomna sig í þeim aðferðum
að berja niður þjóðfrelsishreyfingar, ég
tala nú ekki um verkalýðinn og þar með
sinn eigin verkalýð í Badaríkjunum, í
verkföllum og öðru slíku.
Ólafur: Ég minnist þess að dagana fyrir
óeirðirnar þá lásum við eftir bróður þinn
Jón, hann Jónas, að það hefðu heyrst
skipanir lir Kveldúlfsportinu, einn tveir,
einn tveir, en þú ert hálfvegis að gefa það
til kynna, að þjálfunarstaðurinn hafi ver-
ið á Keflavíkurflugvellinum, í einhverj-
um húsum þar, sem maður veit ekki um.
Jón Múli: Nei, ég er bara að gefa það
til kynna, að þetta var skipulagt með að-
stoö þeirra, sem kunnu fagið, því að þó
Heimdellingar og forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins séu miklar hetjur og garp-
ar á sinn hátt, þá kunnu þeir ekki þessar
bardagaaðferðir. Þeir höl'ðu lært þær hjá
I
133