Réttur


Réttur - 01.08.1988, Qupperneq 39

Réttur - 01.08.1988, Qupperneq 39
um og Þjóðviljanum. Ólafur: Það var nú þannig, ef ég segi frá minni persónulegu reynslu. Ég fékk nú á mig dóm 1952. Ég var þá í lækna- deildinni. Þessir stórviðburðir 30. mars höfðu líka áhrif á mitt nám. Ég náttúrlega kolféll þarna um vorið, kolféll í líffæra- fræðinni, en hélt áfram í læknisfræðinni og fékk að gera það óáreittur af mínum prófessorum og kennurum, þótt ég hefði fengið á mig dóm 1952. Það leit svo út að þeir menn, sem væntanlega hefðu ekki venjulega haft svona dæmdan sakamann á skrá í námi, þar sem gerð er krafa til fyrirmyndarástands í siðgæði í lækna- deildinni að þeir hefðu sjálfir borið virð- ingu fyrir dómsyfirvöldum landsins. Ég hef alltaf haft grun um það að svona al- mennir borgarar og reyndar allt embættis- mannaliðið hafi ckki tekið þessa dóma alltof hátíðlega. Ég hef ekki vitað til þess að það setti neinum nreiri háttar skorður. Ég hef ekki fengið fréttir af því, að þessar dómsuppkvaðningar hafi sett neinum skorður í venjulegu borgaralífi þrátt fyrir það að vera sviptur borgararéttindum í sambandi við kosningarétt og kjörgengi, og væri rétt að heyra það, ef það hefur skeð. Jón Múli: Ég segi eins og þú, ég hef sennilega einhvern veginn komist í þá sömu stemmningu eins og þú varst að tala um í sambandi við þessa dóma, að taka ekkert mark á þeim. Þannig var það með mig. Þannig var það áreiðanlega líka þar sem ég vann, í útvarpinu, það var aldrei hreyft við mér í þularstarfinu, það var aldrei hreyft við mér í neinu starfi í út- varpinu. Ég frétti einu sinni af útvarps- ráðsfundi af rödd, sem hafði orð á því, að það væri undarlegt með þetta útvarp, sennilega væri það eina stofnunin sinnar tegundar í öllum heiminum, sem hel'ði dæmdan glæpamann sem yfirþul. En þá tók enginn undir þetta í útvarpsráði, né heldur nokkursstaðar þar sem ég kom, mér var aldrei nokkurt mein gert á þann hátt. Hitt er annað mál, að svona smá- dómur eins og ég fékk, 6 mánuðir og sviptur kosningarétti og kjörgengi og svo- leiðis, það er lítið á móts við það, sem einn af forystumönnum verkalýðshreyf- ingarinnar, Stefán Ögmundsson fær, 18 mánuðir og sviptur öllum sínum réttind- um. Ólafur: Ég held að þú hafir notið þess í útvarpinu að þú varst af Skútustaðaætt- inni. Jón Múli: Þú getur nú kannski sannað það sem læknir, með blóðrannsóknum að þeir séu soldið sér á parti og gangi með úlfaldablóðkorn í æðum sér, enda hefur verið sagt um þá að það sé enginn rnunur á þeim og venjulegum úlfalda, nenta þeir séu dálítið þyrstari. Ólafur: Ég vil kannski bæta því við um Jón, að hann var líka þekktur fyrir að bera uppi þann hluta amerískrar menn- ingar, sem lýtur að jassinum. Ragnar: Mér finnst dálítið merkilegt á þessari upplýsingaöld núna, að Stefán Ögmundsson er dæmdur frá kosningarétti og kjörgengi í 18 og síðar 12 mánaða fangelsi fyrir að veita upplýsingar um störf Alþingis. Stefán: Ég hef nú í raun og veru ekki ennþá fengið botn í það vegna hvers ég var dæmdur. Ég þóttist hafa gert það bara hljóðlátlega og skikkanlega, sem nrér var falið af fundinum, að koma þessum hlut- um til skila. Ég var þarna 7 sinnum í yfir- heyrslu hjá honum Þórði Björnssyni, sem þá var undirsáti Valdimars Stefánssonar og Bjarna Benediktssonar. Ég varð var við það að Þórður hringdi a.m.k. tvisvar út í bæ. Ég veit ekki hvaða svör hann 135

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.