Réttur


Réttur - 01.08.1988, Side 40

Réttur - 01.08.1988, Side 40
fékk. En þetta gekk orðið-eitthvað stirð- lega með þessar yfirheyrslur, sem annars runnu nú í gegn, því ég hafði engu að leyna og gat bara sagt söguna eins og hún var. En eftir annað símtalið sagði Þórður við mig: Ja, það er líklega ekkert annað að gera en að senda þig uppeftir. Þá sagði ég við hann: Heyrðu Þórður, hafið þið einhver betri tæki þarna upp í tukthúsi, heldur en hérna niðurfrá? Pá varð hann dálítið snefsinn. Ragnar: En var ekki búið að æsa þessa hæstaréttardómara upp á ósköp svipaðan hátt og Heimdellingana? Petta var leiftur- útrás. Jón Múli: Ætli það þurfi nokkuð að æsa upp hæstaréttardómara, ætli hæstar- éttardómarar dæmi ekki eins og þeim er sagt að dæma? Völuvísa Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey, enda skaltu börnum þínum kenna fræðin mín. Sögðu mér það álfarnir í Suðurey, sögðu mér það dvergarnir í Norðurey, sögðu mér það gullinmura og gleymérey og gleymdu því ei, að hefnist þeim sem svíkur sína huldumey. Honum verður erfiður dauðinn. Guðmundur Böðvarsson 28 þúsund áskoranir Ragnar: En þessi atburður, sem Guð- mundur Böðvarsson lýsir með svo dapur- legum orðum, — þessir atburðir hafa orð- ið einskonar merkisatburðir í baráttunni gegn herstöðvum, og 30. mars er einskon- ar baráttudagur herstöðvaandstæðinga, eins og við komum inn á hér áðan. Hvernig finnst ykkur að baráttan gegn herstöðvum og Nató hafi gengið síðan? Eruð þið ánægðir með þá baráttu, sem er í gangi? Stefán: Ég er óánægöur með að það skyldu slitna tengslin milli verkalýðs- hreyfingarinnar og menntamanna í sam- bandi við þessa baráttu. Hinu er ég alveg klár á, að því sem þessir atburðir áttu að þjóna var að klekkja á Sósíalistaflokkn- um fyrst og fremst, og róttæku verkalýös- félögunum. En svo ég nefni það, sem félagar mínir voru að ræða um, pólitískan fjandskap við sig persónulega, þá get ég sagt eins og þeir, að ég varð ekki fyrir neinu hnjaski persónulega eftir þessa dóma. Pað var eiginlega frekar ein dóttir mín sem varð fyrir mikilli áreitni í barnaskóla út af því að hún ætti svona vondan föður. En að öðru leyti breyttist ekkert í mínu starfi hvorki á vinnustað eða í mínu verkalýðs- félagi, enda verð ég nú að segja eins og Jón Múli, að ég tók nú ekki alltof hátíð- lega þessa dóma. En það er rétt að geta þess, að þarna urðu mjög þýðingarmiklir viðburðir síðar, þarsem var nafnasöfnun gegn dómunum. F*að voru 28 þúsund manns, sem skrifuöu undir áskorun um að sýkna okkur, sem dæmdir höfðu verið. Og það var merki- legt átak. Ég held að engum sé gert rangt til þó sagt sé, að sá maður, sem stóð einna best að þessu verki, var Þorvaldur Þórar- insson lögfræðingur. En ég held að þaö væri kannski verkefni fyrir sagnfræðinga eða jafnvel sálfræðinga, að leita svara við því af hverju dómunum var ekki fullnægt. Það er dálítið merkilegt atriði. Ragnur: Þessi undirskriftarsöfnun er kannski upphaf þeirrar baráttuhreyfing- 136

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.