Réttur - 01.08.1988, Page 44
INNLEND ■
VÍÐSJÁ 1
Ný ríkisstjorn
28. september sl. tók við völdum ný
ríkisstjórn Alþýðubandalags, Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks og skipa
hana þrír ráðherrar frá hverjum flokki.
Ráðherrar Alþýðubandalagsins eru:
Olafur Ragnar Grímsson, formaður
Alþýðubandalagsins, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður
Norðurlandskjördæmis eystra, landbún-
aðar- og samgönguráðherra.
Svavar Gestsson, þingmaður Reykvík-
inga, menntamálaráðherra.
Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa
allir ráðið sér aðstoðarmenn.
Svavar Gestsson.
Aðstoðarmaður fjármálaráðherra er
Svanfríður Jónasdóttir, varaformaður Al-
þýðubandalagsins og bæjarfulltrúi á
Dalvík. Efnahagsráðgjafi fjármálaráð-
herra er IMár Guðmundsson, hagfræðingur.
Aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra
er Álfhildur Ólafsdóttir, ráðunautur
Sambands íslenskra loðdýraræktenda og
bóndi í Vopnafirði.
Aðstoðarmaður menntamálaráðherra
er Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi í
Reykjavík. Ráðunautur hans í mennta-
málum er Gerður G. Óskarsdóttir,
kennslustjóri í uppeldis- og kennslufræð-
um við Háskóla íslands.
Ólafur Ku/’iiar Grímsson.
140