Réttur - 01.08.1988, Page 46
KRLEND nino i Á ; ^■
VIÐSJA i
Gorbatsjov og Honecker
Aðalleiðtogar Sovétríkjanna og Þýska
alþýðulýðveldisins, þeir Michael Gorbat-
sjov og Erich Hor.ecker hittust í Moskvu
í september sl.
Honecker skýrði Gorbatsjov í stuttu
máli frá því sem á döfinni er í Þýska al-
þýðulýðveldinu.
Sú stefna sem mótuð var á 11. þingi
Sósíalíska einingarflokksins, og sú efna-
hagsstefna sem þar var mótuð, hefur ver-
ið giftusamlega framkvæmd. Nú fara
fram kosningafundir í stofnunum
flokksins, þar sem kommúnistar og
verkafólk ræða stöðu mála.
I Þýska alþýðulýðveldinu ríkir mikill
áhugi á perestrojku og framvindu mála í
Sovétríkjunum. „Fyrir mér og félögum
mínum er það enginn vafi, að perestrojka
var söguleg nauðsyn. Við erum vissir um
að framkvæmd hennar mun takast og
réttlæta þær vonir sem Sovétríkin binda
við hana“, sagði Honecker.
Gorbatsjov þakkaði honum samstöð-
una við þá stefnu sem mótuð var á 27.
flokksþingi KFS og útfærð nánar á 19.
flokksráðstefnunni og fundum miðstjórn-
ar KFS, og kvað framkvæmd hennar lífs-
nauðsyn fyrir Sovétríkin.
Samstaða þessara ríkja og flokka er hin
mikilvægasta fyrir styrkleika sósíalismans
í Evrópu. Er það mikið fagnaðarefni að
góður gagnkvæmur skilningur ríkir á milli
flokkanna.
Verða samskipti þeirra vafalaust þróuð
vel á næstu árum og mun vinátta þessara
ríkja fara vaxandi.
Er það öllum marxistum mikið fagn-
aðarefni.
Gorbatsjov og Honecker.
142