Réttur - 01.08.1988, Page 48
NEISTAR
Bjarni Benediktsson um
Efnahagsbandalagið:
„Ég er búinn að stúdera Rómar-
sáttmálann. Ég get bara ekki
skilið, hvernig nokkrum islendingi
dettur í hug að vera með því að
ganga í Efnahagsbandalagið."
B.B. í samtali við E.O.
(Sjá: „ísland í skugga heims-
valdastefnunnar", bls. 192).
Þorsteinn Valdimarsson:
Úr „Hrafnamál“
„Hnigin er öld áður hafin sé.
— Svo kvað röddin ráma. —
Slíkir hrópa nú hæst um rétt,
er helst bera fé í dóma.
Þjóðin sem geymir Sólarljóð,
hún metur nú flest til dala;
margur er sá fyrir mútugjöld
er heiðurinn lætur falan.
Slíkir flimta um frelsið mest,
er svipunni sveifla gjarnast;
hatrið er æst og heiftin blind
gegn hverjum er snýst til varna.
Dreyra sár og svíða.
Ættlerar veljast ármenn helstir,
— svo kvað röddin djúpa. —
Þau ein brugga þeir fremdarráð,
að seyðið er samt að súpa.
Þau ein brugga þeir fremdarráð
að voðinn af stendur.
— Lýður er felldur í fjötra gulls
og land í hers hendur.
Þjóðin sem geymir Hávamál,
má stafkarls stigu rata.
— Reis ei sól fyrr en runnin var
og frelsinu þreyða glatað.
Endist hverjum til skemstra stunda
undir himninum heiða
á tröll að heita til verndar sér
og láta sig blindan leiða.
Dreyra sár og svíða.
Undrast hef ég við árroðans lind
— svo kvað röddin skæra —
eilífðarfagra landið þaö,
sem speglast í djúpinu tæra.
Undrað hafa mig augu barns
og Ijóminn, er af þeim stendur.
— Fjöturinn verður ei fundinn neinn
er felldur verði á þær hendur.
Dauði er hjóm og líf er líf,
þó grimmd og óvit hrelli.
Sá er dómurinn nær en veit
er saklaus dreyrinn fellir.
Gróa sár þótt svíði.
Regnið felldi dagsbrún rauð
og dvala höfgum frá.
— Heyrði eg ei framar hjalið það
né holtið nokkurt sá.
Hrafnar voru af þingi.
(Birtist allt í „Rétti" 1949)
„Ó, ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu
styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur líti dáð á ný.
Hver draumur rætist verkum í,
svo verði íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð.
Svo aldrei framar íslands byggð,
sé öðrum þjóðum háð.
Hulda
„Land þjóð og tunga“
Land þjóð og tunga, þrenning
sönn og ein,
þér var ég gefinn barn á móðurkné;
ég lék hjá þér við læk og blóm og
stein,
þú leiddir mig í orðs þíns háu vé.
Á dimmum vegi dýrð þín um mig
skein,
í dögun þeirri er líkn og stormahlé
og sókn og vaka; eining hörð og
hrein,
þú heimtar trúnað, spyr hver efnd
mín sé.
Þú átt mig, ég er aðeins til í þér.
Örlagastundin nálgast grimm og
köld;
hiki ég þá og bregðist bý ég mér
bann þitt og útlegð fram á hinzta
kvöld.
ísland, í lyftum heilum höndum
ver
ég heiður þinn og líf gegn
trylltri öld.
Snorri Hjartarson (1944)
•
Vonir og óskir
á Þingvöllum
17. júní 1944
„Hvort sem krýnist þessi þjóð
þyrnum eða rósum,
hennar sögur, hennar Ijóð,
hennar líf vér kjósum.
Ein á hörpu íss og báls
aldaslag síns guðamáls
æ hún leiki ung og frjáls
undir norðurljgsum."
Jóhannes úr Kötlum
144