Fréttablaðið - 11.03.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Félag þjóðfræðinga á Íslandi (FÞÍ) stendur fyrir draugaferð föstu-daginn þrettánda mars næstkom-andi en þá halda þjóðfræðingar og aðrir áhugasamir með Kristínu Einarsdóttur, aðjúnkt í þjóðfræði, í broddi fylkingar út í Gróttu þar sem sagðar verða draugasögur fram eftir nóttuVið
lausum. „Mig langar að fá fólk til að ræða óttann sem það hefur kynnst en flestir hafa einhvern tíman orðið myrkfælnir eða hræddir. Þá eru allir hvattir til að dusta rykið af eigin sögum og taka þátt í sagnaskemmtuinni Við
við svo halda út í vitann og skoða hann í þaula. En hefur orðið vart við reim-leika í Gróttu? „Ég veit ekki hvort það sé beinlínis hægt að tala umþað en hér bjó l
Óttanum hleypt lausumFöstudagurinn þrettándi vekur ugg í brjóstum margra en hann er nú á næsta leiti. Félag þjóðfræðinga
stendur í tilefni dagsins fyrir draugaferð í Gróttu og verða sagðar draugasögur langt fram eftir nóttu.
Kristín segir þátttakendur í ferðinni geta gist í fræðasetrinu í Gróttu en þeir sem eru að farast úr myrkfælni komast í land til kl.
rúmlega þrjú um nóttina.
FRÉTTABALAÐIÐ/GVA
HEIMATILBÚIÐ NESTI er alltaf gaman að taka
með sér í lengri ferðir. Það er svo miklu skemmtilegra
að stoppa á einhverjum fallegum stað á leiðinni og
borða það heldur en að fara í sjoppu.
UWAGA KIEROWCY
Nastepny kurs na prawo jazdy kategorii C i CE dla Polaków rozpocznie sie 13 marca, jesli zbierze sie wystarczajaca liczba uczestników. Kurs bedzie tlumaczony na jezyk polski.
Tel: 5670300
MIÐVIKUDAGUR
11. mars 2009 — 61. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
Sjá nánar á www.betrabak.is
Færðu gesti?
Svefnsófadagar í mars
Opið 07 til 02
Lyfja Lágmúla
- Lifið heil
www.lyfja.is
Kaffirjómi í
nýjum umbúðum
Frábær út í kaffið og til
matargerðar.
Geymsluþolin
mjólkurvara
ms.is
KRISTÍN EINARSDÓTTIR
Draugasögur í Gróttu
langt fram eftir nóttu
• ferðir • matur
Í MIÐJU BLAÐSINS
Nýtt farfuglaheimili
Farfuglar opna nýtt
heimili með 70 gisti-
rýmum á Vesturgötu
á 70 ára afmælinu.
TÍMAMÓT 14
LANDBÚNAÐARMÁL Skuldir mjólkur-
búa á Íslandi eru rúmlega 30 millj-
arðar króna. Rúmlega 700 mjólk-
urbú eru á Íslandi og af þeim eru
þrjú af hverjum tíu í umtalsverðum
vanda. Þeir sem eru skuldsettast-
ir eru oft ungir bændur sem hafa
endurnýjað atvinnutæki og keypt
mjólkurkvóta. Dæmi eru um að
skuldir hvers bónda séu 50 til 150
milljónir króna. Staða 150 búa er
talin mjög alvarleg, komi ekki til
stuðningsaðgerða.
Baldur Helgi Benjamínsson,
framkvæmdastjóri Landssamtaka
kúabænda, segir skuldir mjólkur-
bænda hafa verið 25 milljarðar í
árslok 2007 og séu um 30 milljarð-
ar í dag. Spurður um hversu marg-
ir séu í vonlausri stöðu segir Baldur
Helgi að á fundum samtakanna hafi
verið rætt að 50 mjólkurbændur séu
í mjög alvarlegum málum.
Ungir bændur eru skuldsettastir
eftir að hafa ráðist í uppbyggingu
atvinnutækja og kaup á mjólkur-
kvóta. Þetta er litið mjög alvarlegum
augum af forystumönnum bænda
þar sem bú og heimili bænda eru
yfirleitt óaðskiljanleg eining.
Sveinn Sigurmundsson, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarsambands
Suðurlands, segir að á Suðurlandi
séu um 260 kúabú. „Þeir sem skulda
mest eru þeir sem hafa verið að
endurbæta aðstöðu sína og kaupa
mjólkurkvóta. Þetta eru frekar
ungir bændur en eldri, eins og eðli-
legt er. Þetta er í mörgum tilfellum
barnafólk, sem eykur á alvarleika
málsins.“
Erna Bjarnadóttir, hagfræðing-
ur Bændasamtaka Íslands, segir að
skuldastaða íslenskra mjólkurbúa
hafi farið hratt versnandi eftir að
Landsbankinn keypti Lánasjóð
landbúnaðarins árið 2005, en Lands-
bankinn greiddi 2,5 milljarða fyrir
sjóðinn eftir samkeppni við KB
banka og Íslandsbanka. Af rúmlega
700 mjólkurbúum eru um 150 í mjög
erfiðri stöðu, að mati Ernu.
Baldur Helgi segir það ekki vera
neitt launungarmál að eftir að lána-
sjóðurinn var keyptur af Lands-
bankanum hafi aðrir bankar lagt
mikið á sig í markaðssetningu.
„Bankamenn ferðuðust um sveit-
ir landsins til að bjóða lán og ná
mönnum í viðskipti.“ - shá / sjá síðu 10
Staða 150 kúabænda
talin mjög alvarleg
Þrjú af hverjum tíu mjólkurbúum eru í miklum skuldavanda. Búin eru alls 700
en staða 50 búa er talin nær vonlaus komi ekki til stuðningsaðgerða. Heildar-
skuldir eru um 30 milljarðar. Einstök bú skulda 50 til 150 milljónir.
FÓLK Þingmannaklippingin er í
flestum tilvikum sú sama þótt
auðvitað hafi hver sína útfærslu.
Þetta segir Kjartan Björnsson,
rakari á Selfossi, sem hefur haft
hendur í hári ansi margra þing-
manna. Kjartan segir að hárfín
lína sé milli kosninga- og þing-
mannaklippingar en sú fyrr-
nefnda verði þó að laða fram kyn-
þokkann. Hann fullyrðir að menn
nái góðri kosningu hafi þeir sest í
stólinn hjá honum. - fgg / sjá síðu 26
Kjartan Björnsson rakari:
Kallar fram
kynþokkann
Íslensk mannæta
Þórarinn Leifsson
skrifar kvikmynda-
handrit upp
úr bók sinni,
Leyndarmálið
hans pabba.
FÓLK 26
ÚRKOMA Með morgninum
verður austanstormur á Vestfjörð-
um og víða hvasst á norðanverðu
landinu. Það lægir sunnan til og
vestan fyrir hádegi. Rigning og
síðar skúrir syðra en snjókoma
nyrðra. Hlýnandi.
VEÐUR 4
1
-1
1
6
6
STÓRBRUNI Í SÍÐUMÚLA Mikil hætta skapaðist í gassprengingum í húsi við Síðumúla 34 í gær þegar gríðarlegur eldur braust þar út á örskammri stundu. Um 30 manns voru
í húsinu og 70 komu að slökkvistörfum. Húsið er stórskemmt; þakíbúð gjöreyðilagðist og reyk- og vatnsskemmdir eru á neðri hæðum. Litlu munaði að handrit íslenskra
tónskálda færu fyrir lítið, en þau eru geymd í húsnæði á þriðju hæð. Sjá síðu 4 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
6
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Ekkert fyrirtæki er í formlegu söluferli hjá viðskiptabönkunum þremur. Viðmælendur Markaðar-ins segja fyrirtækjasölu í biðstöðu nú um stundir. Samkvæmt upp-lýsingum frá Landsbankanum er þess beðið að umsýslufélög komist á koppinn sem muni sjá um ferl-ið. Bankarnir hafa allir boðað stofnun slíkra félaga. Straumur seldi Senu í síðustu viku og Íslandsbanki (áður Glitn-ir) Árvakur fyrir hálfum mán-uði. Bankinn seldi hópi fjárfesta 51 prósents hlut í Skeljungi í lok ágúst í fyrra en situr enn á 49 pró-sentum í olíufélaginu. Ekki liggur fyrir hvort bankinn hyggist losa sig við hlutinn í bráð. - jab
Ekkert til
sölu í bili
VERSLUN SKÍFUNNAR Sena var síðasta
fyrirtækið sem Straumur seldi áður en ríkið
tók bankann yfir. Aðrir bankar segja fyrir-
tækjasölu í biðstöðu. MARKAÐURINN/PJETUR
Miðvikudagur 11. mars 2009 – 10. tölublað – 5. árgangur
Göngumhreint til verks!
Traustir FæreyingarBjóða
Íslendingum tryggingar
Finnur Oddsson
Kreppan og leiðir fram á við
2
Verðhjöðnun í Kína | Vöruverð í Kína lækkaði í febrúar í fyrsta sinn í sex ár. Neysluverðsvísitalan lækkaði um 1,6 prósent í mánuðin-um. Þessi þróun undirstrikar hve erfitt efnahagsástandið er í þessu þriðja stærsta hagkerfi heims.
Olíuverð hækkar | Olíuverð var komið upp í næstum 48 dollara á fatið í gær. Talið er að OPEC-ríkin ætli að tilkynna innan fárra daga að dregið verði úr framleiðslu á olíu, en þau hafa þegar minnkað framboðið töluvert.
Jenið lækkar | Japanska jenið heldur áfram að lækka gagnvart dollar og evru. Þetta eru góð tíð-indi bæði fyrir útflutningsfyrir-tæki í Japan og fyrir Íslendinga sem skulda í jenum
4
Edda Rós KarlsdóttirSér ekki fyrir endann á
fjármálakreppunni
Jón Aðalsteinn Bergsveinssonskrifar
Svo gæti farið að allt að 192 milljónir evra hið minnsta,
jafnvirði um 27,5 milljarða króna, falli í skaut skila-
nefndar Straums vegna eignasölu bankans upp á
síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins.
Þetta er meðal annars vegna sölu bankans á pólska
símafyrirtækinu Netia, sem gekk í gegn á föstudag
í síðustu viku og skilar sér til bankans í dag. Allt
er tilbúið fyrir sölu á bresku ferðaskrifstofunni XL
Leisure Group en áætlað söluandvirði, sem von er á
að skili sér eftir næstu mánaðamót, nemi rúmum 60
milljónum evra. Þá er áætlað að kanadíska frysti-
og kælivörufyrirtækið Versacold, sem hefur verið
í söluferli síðan á fyrri hluta síðasta árs, geti skilað
hundrað milljónum evra í búið.Skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í
fjárfestingabankanum á mánudagsmorgun eftir að
Seðlabankinn neitaði honum um lán upp á átján millj-
ónir evra, um 2,5 milljarða króna, til að mæta greiðslu
á láni upp á 33 milljónir evra sem féll á gjalddaga
á mánudag. Bankinn lánaði Straumi 133 milljónir
evra, tæpa 19 milljarða króna á núvirði, í desember
í fyrra.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í sam-
tali við Fréttablaðið í gær að stjórnendum bankans
hefði átt að vera ljóst hvert stefndi Hefði F
eftirlitið ekki gripið í taumana hefðu breskir kollegar
þeirra gert það. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var lán
Straums afar lítið í samanburði við þá gjalddaga sem
fram undan eru. Bankinn á að greiða 329 milljónir
evra á þessu ári en 412 milljónir á því næsta. Þar af
eru tæpar 290 milljónir evra á gjalddaga á fyrri hluta
þessa árs. Fram hefur komið að bankinn ætlaði að
greiða erlendar skuldir með sölu erlendra eigna.
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch felldi lánshæfis-
einkunn Straums úr B í D, en það merkir að bankinn
er gjaldþrota en fyrirtækið telur að ekki sé hægt að
reiða sig á að kröfur bankans fáist greiddar.
Ekki náðist í Gylfa Magnússon þegar eftir því var
leitað í gær. Gunnar Haraldsson, stjórnarformaður
Fjármálaeftirlitsins, sagði að verið væri að fara yfir
málið.
Peningar á leiðinniStraumur hóf að losa um eignir þegar halla tók undan fæti í haust. Fyrsta uppskeran ætti að skila sér í dag.
Báðar Úrvalsvísitölurnar í Kauphöllinni fengu skell eftir þjóðnýtingu
Straums á mánudag og hafa aldrei verið lægri í lok dags og í gær.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) endaði í 284 stigum en sú nýja
(OMXI6) endaði í tæpum 585 stigum. Straumur verður tekinn úr nýju Úrvalsvísitölunni í dag. Félögum í
vísitölunni mun þó ekki fækka við það því færeyski bankinn Föroya
Bank fer inn í skiptum fyrir fjárfestingabankann. Nokkur stærðar
munur er á bönkunum. Á föstudag í síðust ik
mæti Straums 177
Ú R V A L S V Í S I T Ö L U R A L D R E I L Æ G R I
Útlendingar hafa i
Útlendingar áhugalitlir
Sannfærandi
Liverpool var
ekki í neinum
vandræðum með
Real Madrid í
Meistaradeildinni.
ÍÞRÓTTIR 22
Bankamenn ferðuðust
um landið til að bjóða lán
og ná mönnum í viðskipti.
BALDUR HELGI BENJAMÍNSSON
LANDSSAMTÖKUM KÚABÆNDA
EIGNASALA Í ÚTLÖNDUM
Allt að 27,5 milljarðar
á leið til Straums
Markaðurinn
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Ljón í veginum
„Það má gera ráð fyrir að banka-
menn skari eld að eigin köku ef
hvatarnir eru fyrir hendi,“ segir
Joseph Stiglitz, nóbelsverðlauna-
hafi í hagfræði.
Í DAG 12