Fréttablaðið - 11.03.2009, Page 4
4 11. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR
www.ellingsen.is
TB
W
A\
RE
YK
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
35–50
%
AFSLÁ
TTUR
AF
ÖLLU
M CO
LUMB
IA
FATNA
ÐI
COLUMBIA-
DAGAR
5.–14. mars
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
20°
10°
7°
6°
7°
11°
8°
5°
4°
5°
23°
13°
13°
29°
2°
11°
16°
2°
1
1
-1
0
1
6
6
7
6
2
-1
15
-4 -1
2
31Á MORGUN 5-15 m/s, hvassast á Vest-
fjörðum.
8
-5
FÖSTUDAGUR
5-10 m/s
6
15
10
5
3
5
5
6
8
-6
-4
-1-1
ÞRÓUNIN Í DAG
Núna með morgnin-
um er víða hvasst og
sumstaðar stormur,
einkum þó nyrst og
vestast á Vestfjörðum.
Það lægir snögglega
sunnan og vestan
til núna fyrir hádegi
en hvasst verður á
norðurhluta lands-
ins eitthvað fram á
kvöldið. Rigning verður
sunnan til í fyrstu en
síðan skúrir. Snjókoma
eða slydda verður
nyrðra og eystra en
úrkomuminna í kvöld.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
ELDSVOÐI Mikil hætta skapaðist
vegna gassprenginga þegar mikill
eldur braust út á efstu hæð versl-
unar- og skrifstofuhúss við Síðu-
múla 34 í gær. Hvorki fólk sem var
innandyra þegar eldurinn braust
út né slökkviliðsmenn sem börðust
við eldinn slösuðust, þó litlu mætti
muna. Þakíbúð á efstu hæð hússins
er ónýt og reyk- og vatnsskemmd-
ir eru töluverðar á hæðunum fyrir
neðan.
Allt tiltækt lið slökkviliðs og
lögreglu var kallað að húsinu laust
eftir klukkan fjögur. Þorvaldur
Geirsson varðstjóri, sem stjórn-
aði aðgerðum slökkviliðsins í gær,
segir að töluverð hætta hafi skap-
ast um tíma. „Unnið var að því að
bræða tjörudúk á þak hússins og
því voru margir gaskútar þarna
uppi. Nokkrir þeirra sprungu sem
skapaði töluverða hættu.“ Þorvald-
ur telur að á milli 60 og 70 menn
hafi unnið á vettvangi, enda var
allt tiltækt lið kallað út. „Fyrsta
verk okkar var að láta rýma húsið
og senda reykkafara inn. Eftir að
körfubílarnir voru komnir vorum
við fljótir að kæla gaskútana og slá
á yfirborðseldinn.“ Slökkvilið var
um það bil hálfa klukkustund að
ráða niðurlögum eldsins og hófst þá
handa við að rjúfa þekjuna, reyk-
ræsta og forða vatnsskemmdum á
neðri hæðum.
Um þrjátíu manns voru við störf
í húsinu þegar eldurinn braust út. Á
meðal þeirra var Árni Guðmunds-
son, starfsmaður í versluninni
Mótor sport á neðstu hæð hússins,
sem hljóp til með slökkvitæki þegar
hann fann reykjarlykt. Hann sneri
við í stigaganginum þegar reykur-
inn var orðinn gríðarþykkur. Hann
fann vel fyrir gassprengingunni.
„Húsið lék á reiðiskjálfi og brak
flaug af þakinu og niður á götu.“
Óttar Ingvarsson, einn eigenda
hússins, segir það óskemmtilega
reynslu að sjá eign sína hverfa í
eldhafið. Skrifstofur hans á fjórðu
hæð eru illa farnar af vatni og
reyk. Hann segir útilokað að meta
skemmdir en þær séu umtalsverð-
ar. „Það er hrikalegt að verða vitni
að þessu. Það er allt á kafi í vatni
og allt ónýtt á efstu hæðinni.“ Það
er til marks um hversu fljótt eldur-
inn breiddist út að frá því að Óttar
fann reykjarlykt liðu um 15 mín-
útur þangað til eldhafið hafði náð
mikilli útbreiðslu. „Þegar ég kom
niður á götu stóðu eldtungurnar út
um gluggana á hæðinni fyrir ofan
þar sem ég sat.“ svavar@frettabladid.is
Gassprengingar ollu
hættu í stórbruna
Mikil mildi er að enginn slasaðist í stórbruna við Síðumúla í gær. Sprengingar á
þaki ógnuðu lífi og limum slökkviliðsmanna og starfsmanna í húsinu. Húsið er
mikið skemmt. Um 30 manns voru innandyra. 70 komu að slökkvistörfum.
ELDSVOÐI „Slökkviliðsmennirnir eru
búnir að fullvissa mig um að hand-
ritin hafi sloppið,“ sagði Sigfríður
Björnsdóttir, starfsmaður Íslensku
tónverkamiðstöðvarinnar, sem var
við störf í Síðumúla 34 þegar eldur
braust út í húsinu í gær. Grátandi
tjáði hún blaðamanni á vettvangi
að hún hafi verið viss um að um
80.00 þúsund handrit af íslenskum
tónverkum væru orðin eldi að bráð.
„Ef illa hefði farið hefði þetta verið
óbætanlegur skaði fyrir íslenska
menningarsögu. Þetta er fyrir tón-
list þjóðarinnar eins og það væri
fyrir sögu listmálunar að kviknaði
í Listasafni Íslands. Þarna eru til
dæmis handrit Jóns Leifs.“
Hildigunnur Rúnarsdóttir,
stjórnarformaður ÍT og tónskáld,
staðfestir orð Sigfríðar. „Það eru
verk frá 1920 til þessa dags, þó ein-
staka handrit séu eldri. Nú viljum
við bara komast í nýtt húsnæði. Það
er löngu orðið tímabært að móta
heildstæða stefnu um það starf sem
tónskáld hafa unnið að í fjörutíu ár.
Það hefur lengi verið talað við fjár-
veitingarvaldið um að fá eldheldar
geymslur undir þessi verðmæti. Á
það hefur ekki verið hlustað.“
Fyrir um áratug kviknaði í húsi
samföstu Síðumúla 34 þar sem gall-
erí í eigu Péturs Þórs Gunnarsson-
ar, eiganda Gallerís Borgar, var til
húsa. - shá
Ómetanleg handrit með verkum íslenskra tónskálda í hættu í Síðumúla:
Tónlistararfur Íslands í hættu
VEL SLOPPIÐ Hildigunnur Rúnarsdóttir
stjórnarformaður og Sigfríður Björns-
dóttir starfsmaður óttuðust að ómetan-
legur skaði hefði hlotist af eldinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BRUSSEL, AP Joe Biden, varaforseti
Bandaríkjanna, sagði á fundi í
höfuðstöðvum Atlantshafsbanda-
lagsins í Brussel í gær að sér
þætti að næsti framkvæmdastjóri
bandalagsins ætti ekki endilega
að vera Evrópumaður.
Hefð er fyrir því að fram-
kvæmdastjórinn sé Evrópumaður
þar sem hernaðarlegur yfirmaður
er ávallt Bandaríkjamaður. Með
þessu er Biden talinn vera að lýsa
stuðningi við að kanadíski varnar-
málaráðherrann Peter Mackay
taki við af Hollendingnum Jaap
de Hoop Scheffer í júlí. Evrópsku
NATO-ríkin hafa flest lýst stuðn-
ingi við danska forsætisráðherr-
ann Anders Fogh Rasmussen. - aa
Val framkvæmdastjóra NATO:
Kanadamanni
teflt fram
BIDEN Í BRUSSEL Varaforsetinn ásamt
framkvæmdastjóra NATO, Jaap de Hoop
Scheffer. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Farbanni yfir Viggó
Þór Þórissyni, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu
sparisjóðanna, fellur úr gildi í
kjölfar dóms Hæstaréttar í gær.
Til að svo verði þarf Viggó þó að
leggja fram 10 milljóna króna
tryggingu.
Farbannið er það lengsta hing-
að til hér á landi. Viggó hefur
verið í farbanni frá 13. apríl
2007, eða í samtals tæplega 23
mánuði. Viggó er grunaður um
að hafa gefið út tilhæfulausar
ábyrgðar yfirlýsingar að upphæð
um 200 milljóna bandaríkjadala,
sem samsvarar um 22 milljarða
króna. - bj
Lengsta farbanninu að ljúka:
Þarf að leggja
fram tryggingu
ÍÞRÓTTIR Líklega eru um og yfir
þúsund Íslendingar á leið úr
landi í kringum páskana til
að spila golf, að mati Björns
Eysteinssonar, golfstjóra
Express ferða. Tvö hundruð
kylfingar eru á leið með þeim til
Spánar í apríl og sagt var frá því
í Fréttablaðinu í gær að yfir 500
væru á leið með Vita-ferðum á
svipaðar slóðir.
Björn segir að selst hafi upp
í ferðir þeirra á völlinn Real de
Faula á örfáum vikum. Ekki hafi
viðrað til golfiðkunar á Íslandi
upp á síðkastið sem kunni að
skýra ásóknina. Gera má ráð
fyrir því að fjöldi fólks fari með
öðrum ferðaskrifstofum utan í
golfferðir um páskana. - sh
Golfarar streyma úr landi:
200 kylfingar í
viðbót í sólina
NORÐUR-ÍRLAND, AP Leiðtogar kaþ-
ólskra og mótmælenda á Norður-
Írlandi sýndu fulla samstöðu í
gær og lýstu yfir eindregnum
vilja til að brjóta á bak aftur
klofningshópa úr Írska lýðveldis-
hernum, sem hafa reynt að lífga
glæður borgarastyrjaldar.
Sameiginleg yfirlýsing þeirra
var gefin út eftir að samtök, sem
nefna sig Continuity IRA, lýstu
ábyrgð sinni á morði á lögreglu-
þjóni í fyrrinótt, aðeins tveimur
dögum eftir að önnur klofnings-
samtök úr IRA, sem nefna sig
Hið sanna IRA, myrtu tvo her-
menn skammt frá Belfast. - gb
Lögreglumaður myrtur:
Andstæðingar
standa saman
STJÓRNMÁL „Það er nokkuð ljóst
að ég mun ekki gera þetta en ég
er að íhuga þessa miklu hvatn-
ingu sem ég hef fengið,“ sagði
Jóhanna Sig-
urðardóttir
forsætisráð-
herra í gær um
formannsmál
í Samfylking-
unni.
Hart hefur
verið lagt að
henni að gefa
kost á sér í for-
mannsembætt-
ið en hún hefur
fram til þessa alfarið hafnað
slíkum áskorunum. „Það hefur
aldrei staðið til að ég myndi
gera það og sú staða hefur ekki
breyst,“ sagði Jóhanna í gær
en kvaðst engu að síður ætla að
hugsa málið. - bþs
Jóhanna um formannsmál:
Segir nokkuð
ljóst að hún gefi
ekki kost á sér
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
SÍÐUMÚLI 34 Fjöldi
slökkviliðsmanna barðist
við eldinn og slökkti hann á
um 30 mínútum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
GENGIÐ 10.03.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
185,2606
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
111,95 112,49
155,07 155,83
142,18 142,98
19,08 19,192
15,91 16,004
12,31 12,382
1,1383 1,1449
163,94 164,92
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR